Erlent

Allir fórust með pakistönsku farþegaþotunni

Óli Tynes skrifar
Björgunarsveitir lieta í flaki vélarinnar.
Björgunarsveitir lieta í flaki vélarinnar. Mynd/AP

Eitthundrað fimmtíu og tveir fórust með Airbus þotu í innanlandsflugi í Pakistan í dag.

Vélin var að reyna að lenda í vondu veðri höfuðborg landsins Islamabad. Vélin kom niður í hæðum við höfuðborgina.

Í fyrstu var talið að einhverjir hefðu komist af, en það hefur nú verið borið til baka.

Vélin tilheyrði flugfélaginu Airblue sem er með höfuðstöðvar í Karachi, stærstu borg Pakistans.

Ekkert er enn vitað um orsakir slyssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×