Viðskipti innlent

Opin kerfi í aldarfjórðung

Gunnar Guðjónsson
Gunnar Guðjónsson

Tölvugeirinn hér lifir góðu lífi þrátt fyrir áföllin sem dunið hafa á efnahagslífinu, að sögn Gunnars Guðjónssonar, forstjóra Opinna kerfa. Hann segir ágæt sóknarfæri fram undan enda stjórnendur fyrirtækja góðu vanir og geri þeir miklar kröfur.

Opin kerfi, sem er umboðs- og þjónustuaðili fyrir Hewlett Packard, Cisco Systems og Microsoft, fagnar aldarfjórðungsafmæli um þessar mundir. Í tilefni af því blæs fyrirtækið til ráðstefnu um strauma og stefnur í upplýsingatækni auk þess að opna nýja verslun á Höfðabakka í Reykjavík á laugardag. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×