Viðskipti innlent

Hagnaður Össurar hf. jókst um 28% milli ára

"Við erum ánægð með árangur félagsins á fyrsta fjórðungi. Sala á stoðtækjum gengur áfram vel og staðfestir góðan árangur bionic vörulínunnar," segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar
"Við erum ánægð með árangur félagsins á fyrsta fjórðungi. Sala á stoðtækjum gengur áfram vel og staðfestir góðan árangur bionic vörulínunnar," segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar

Hagnaður Össurar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins á nam 10 milljónum dollara eða tæpum 1,3 milljörðum kr. sem er 28% aukning frá fyrsta ársfjórðungi 2009.

Í tilkynningu um afkomuna til Kauphallarinnar segir að salan á fyrsta ársfjórðungi var góð og jókst um 8%, mælt í staðbundinni mynt. Salan nam alls 86 milljónum Bandaríkjadala samanborið við 77 milljónir

dala á fyrsta ársfjórðungi 2009. Góður vöxtur var í sölu á tveimur stærstu vöruflokkum félagsins. Sala á stoðtækjum jókst um 11% og vöxtur í sölu á spelkum og stuðningsvörum nam 6%.

"Við erum ánægð með árangur félagsins á fyrsta fjórðungi. Sala á stoðtækjum gengur áfram vel og staðfestir góðan árangur bionic vörulínunnar," segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar í tilkynningunni.

„Á fjórðungnum varð mikil aukning í sölu á spelkum og stuðningsvörum í Bandaríkjunum og styrkir það okkur í þeirri trú að við höfum innleitt rétt sölufyrirkomulag sem mun gera félaginu kleift að nýta betur markaðstækifæri. Á fjórðungnum voru tólf nýjar vörur kynntar, en þær eru mikilvægur liður í áframhaldandi vexti."

Helstu áfangar á fyrsta fjórðungi eru m.a. góð frammistaða í spelkum og stuðningsvörum í Bandaríkjunum , frábær frammistaða í stoðtækjum og að tólf nýjar vörur voru kynntar, sex stoðtækjavörur og sex spelkur og stuðningsvörur.

Á fyrsta ársfjórðungi varð heilbrigðisfrumvarpið í Bandaríkjunum að lögum. Frumvarpið mun hafa áhrif á rekstur Össurar í Bandaríkjunum, en hins vegar er óvissa um áhrifin þar sem vissir þættir frumvarpsins geta enn breyst. Þeir þættir frumvarpsins sem líklega munu hafa hvað mest áhrif á félagið koma að öllum líkindum ekki til framkvæmda fyrr en á árunum 2013 og 2014.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×