Viðskipti innlent

Mál Baugs gegn Gaumi tekið fyrir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson er einn eigenda Gaums. Mynd/ Heiða.
Jón Ásgeir Jóhannesson er einn eigenda Gaums. Mynd/ Heiða.
Héraðsdómur Reykavíkur tekur í dag fyrir riftunarmál þrotabú Baugs gegn Gaumi, félagi í eigu Jóhannesar Jónssonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu.

Málið snýst um allsherjarskuldauppgjör á milli Baugs og Gaums haustið 2008. Skiptastjóri þrotabús Baugs krefst endurgreiðslu frá Gaumi upp á sex milljarða. Telur skiptastjórinn meðal annars að skíðaskáli í frönsku ölpunum, sem var hluti af allsherjaruppgjörinu, hafi verið of lágt verðlagður.

Þetta riftunarmál er eitt af sex dómsmálum sem þrotabú Baugs hefur höfðað. Stærsta málið er riftunarmál vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf., þar sem búið krefst þess að ráðstöfun helmings kaupverðsins, eða fimmtán milljarða, verði rift.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×