Viðskipti innlent

SA telur svigrúm til skattahækkana fullnýtt

Til að ná yfirlýstum markmiðum um jafnvægi í ríkisfjármálum verður þörf á aðgerðum til að bæta afkomu ríkissjóðs í fjárlögum 2011 sem nema allt að 3% af landsframleiðslu eða um 50 milljörðum króna.
Til að ná yfirlýstum markmiðum um jafnvægi í ríkisfjármálum verður þörf á aðgerðum til að bæta afkomu ríkissjóðs í fjárlögum 2011 sem nema allt að 3% af landsframleiðslu eða um 50 milljörðum króna.
Samtök atvinnulífsins (SA) telja að svigrúm ríkisstjórnarinnar til skattahækkana á árunum 2009-2011 sé nú þegar fullnýtt og ná verði markmiðum um bætta afkomu ríkissjóðs 2011 með gjaldalækkunum.

Greint er frá þessu á vefsíðu SA. Þar segir að í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 8. apríl eru skattahækkanir á Íslandi vanmetnar um 2% af landsframleiðslu en samkvæmt fjárlögum 2010 aukast skatttekjur ríkissjóðs um 50 milljarða króna frá fjárlögum 2009 að teknu tilliti til samdráttar í eftirspurn en útgjöld ríkissjóðs að frátöldum vaxtagjöldum aukast um 2 milljarða króna.

Til að ná yfirlýstum markmiðum um jafnvægi í ríkisfjármálum verður þörf á aðgerðum til að bæta afkomu ríkissjóðs í fjárlögum 2011 sem nema allt að 3% af landsframleiðslu eða um 50 milljörðum króna og um 2% af landsframleiðslu hvort ár 2012 og 2013.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×