Viðskipti innlent

Skatttekjur minni en vænst var

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon er fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon er fjármálaráðherra.
Þær aðgerðir sem núverandi ríkisstjórnin hefur ráðist í með það að markmiði að auka skattheimtu hafa sumar hverjar ekki borið áætlaðan árangur. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Þar er vakin athygli á því að þótt skatttekjur hafi aukist á fyrstu níu mánuðum ársins séu þær ekki eins miklar og áætlanir gerðu ráð fyrir.

Greining Íslandsbanka segir að allir þeir liðir sem falli undir skatttekjur ríkissjóðs af tekjum og hagnaði séu undir áætlun. Þessi hluti skattheimtunnar tók þó nokkrum breytingum um síðustu áramót. Þá var meðal annars innleitt þriggja þrepa tekjuskatterfi sem hefur í heildina litið aukið skattbyrði á heimilin í landinu, og svo var tekjuskattur á lögaðila og skattur á fjármagnstekjur hækkaður úr 15% í 18%.

Greining Íslandsbanka bendir á að tekjuskattur einstaklinga sé 9% undir áætlun, tekjuskattur lögaðila 4% undir og skattur af fjármagnstekjum 7% undir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×