Smáralind skráð í Kauphöllina 11. nóvember 2010 04:00 stýrir tugum fasteigna Eigendur Regins drógu lærdóm af söluferli Smáralindar, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins ehf.Fréttablaðið/GVA „Með skráningu eigna á markað fer stór hluti af eignum okkar í einu vetfangi. Þessar eignir sem fóru inn í bankana þurfa að fara úr þeim sem fyrst,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Regins, dótturfélags Landsbankans. Hann telur dreift eignarhald sem felst í markaðsskráningu farsæla lausn. Félagið á 32 eignir, að mestu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sem er í útleigu og gefur af sér fastar tekjur. Þar á meðal er Smáralind í Kópavogi og íþrótta- og afþreyingarmiðstöðin Egilshöll í Grafarvogi. Unnið er nú að skráningu fasteignanna á hlutabréfamarkað. Fasteignafélag Íslands, sem Saxbygg, félag Nóatúnsfjölskyldunnar svokölluðu og byggingarfélagsins Bygg, stofnuðu utan um rekstur Smáralindar á sínum tíma hefur verið eignalaust frá hruni. Inn í það munu Smáralind og Egilshöll fara ásamt öðrum fasteignum. Helgi útilokar ekki að húsnæði World Class í Laugum fari þangað sömuleiðis. Framkvæmdastjóri var ráðinn yfir Fasteignafélag Íslands í síðustu viku og tekur fjármálastjóri við í vikunni. Leitað er eftir því að fylla í fleiri stöður eftir því sem nær líður hugsanlegri skráningu. Allir framkvæmdastjórar Smáralindar eru ýmist hættir eða gera það fljótlega. Smáralind var boðin til sölu í apríl síðastliðnum. Tveir áttu besta boð í félagið. Þeim var báðum hafnað í september. Helgi segir fjárfesta frá Noregi, Írlandi og fleiri löndum hafa verið áhugasama um kaup á eignum Regins í fyrrahaust og hafi allt verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu. „Þeir voru að horfa til verslanamiðstöðva, hótela og fleiri eigna. Skilaboðin frá þeim voru þau að þeir vildu kaupa eignir og eiga í langan tíma,“ segir Helgi og bætir við að allt hafi verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu eigna félagsins og söluferli skipulagt. Eftir áramótin hafi áhugi fjárfesta hins vegar tekið að dvína. Bæði hafi dregið úr trausti á íslenskt efnahagslíf, óvissa í stjórnmálum sett strik í reikninginn ofan í gjaldeyrishöft. Þá munaði um að verð á sambærilegum eignum hrundi í Evrópu í fyrravor og leituðu fjárfestar því fremur þangað en hingað. Gangi áætlanir eftir verður þetta fyrsta fasteignafélagið sem skráð er í Kauphöll hér. Slík félög eru þekkt á mörkuðum hinna Norðurlandanna. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
„Með skráningu eigna á markað fer stór hluti af eignum okkar í einu vetfangi. Þessar eignir sem fóru inn í bankana þurfa að fara úr þeim sem fyrst,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri eignarhaldsfélagsins Regins, dótturfélags Landsbankans. Hann telur dreift eignarhald sem felst í markaðsskráningu farsæla lausn. Félagið á 32 eignir, að mestu atvinnu- og skrifstofuhúsnæði sem er í útleigu og gefur af sér fastar tekjur. Þar á meðal er Smáralind í Kópavogi og íþrótta- og afþreyingarmiðstöðin Egilshöll í Grafarvogi. Unnið er nú að skráningu fasteignanna á hlutabréfamarkað. Fasteignafélag Íslands, sem Saxbygg, félag Nóatúnsfjölskyldunnar svokölluðu og byggingarfélagsins Bygg, stofnuðu utan um rekstur Smáralindar á sínum tíma hefur verið eignalaust frá hruni. Inn í það munu Smáralind og Egilshöll fara ásamt öðrum fasteignum. Helgi útilokar ekki að húsnæði World Class í Laugum fari þangað sömuleiðis. Framkvæmdastjóri var ráðinn yfir Fasteignafélag Íslands í síðustu viku og tekur fjármálastjóri við í vikunni. Leitað er eftir því að fylla í fleiri stöður eftir því sem nær líður hugsanlegri skráningu. Allir framkvæmdastjórar Smáralindar eru ýmist hættir eða gera það fljótlega. Smáralind var boðin til sölu í apríl síðastliðnum. Tveir áttu besta boð í félagið. Þeim var báðum hafnað í september. Helgi segir fjárfesta frá Noregi, Írlandi og fleiri löndum hafa verið áhugasama um kaup á eignum Regins í fyrrahaust og hafi allt verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu. „Þeir voru að horfa til verslanamiðstöðva, hótela og fleiri eigna. Skilaboðin frá þeim voru þau að þeir vildu kaupa eignir og eiga í langan tíma,“ segir Helgi og bætir við að allt hafi verið sett á fullt í fjárhagslegri endurskipulagningu eigna félagsins og söluferli skipulagt. Eftir áramótin hafi áhugi fjárfesta hins vegar tekið að dvína. Bæði hafi dregið úr trausti á íslenskt efnahagslíf, óvissa í stjórnmálum sett strik í reikninginn ofan í gjaldeyrishöft. Þá munaði um að verð á sambærilegum eignum hrundi í Evrópu í fyrravor og leituðu fjárfestar því fremur þangað en hingað. Gangi áætlanir eftir verður þetta fyrsta fasteignafélagið sem skráð er í Kauphöll hér. Slík félög eru þekkt á mörkuðum hinna Norðurlandanna. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira