Viðskipti innlent

Fjölsetinn fundur vegna skuldavanda

Samráðsfundur vegna skuldavanda heimilanna fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag og stendur enn yfir.

Á fundinn mættu bankastjórar og fulltrúar banka, forystumenn lífeyrissjóða, ráðherrar, starfsmenn umboðsmanns skuldara, aðilar vinnumarkaðarins, fulltrúar stjórnarandstöðu og þingmenn sem sitja í þeim nefndum á þingi sem fara með skuldamálin. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í tvær klukkustundir, en á honum á að ræða skýrslu sérfræðingahóps forsætisráðuneytisins um kostnað við hinar ýmsu leiðir til lausnar á skuldavanda heimilanna.

Á bilinu 10-20 manns börðu í tunnur í mótmælaskyni fyrir utan fundinn. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá mótmælendur og fundargesti í Þjóðmenningarhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×