Erlent

Smástirni gæti rekist á jörðina í framtíðinni

Stjarnfræðingar hafa komið auga á smástirni sem gæti rekist á jörðina í framtíðinni.

Slíkur árekstur hefði mjög alvarlegar afleiðingar þar sem smástirni þetta er 500 metrar að ummáli. Smástirnið fannst fyrir 11 árum síðan en nýlegir útreikingar benda til að sporbraut þess geri það það verkum að fyrr eða síðar muni það rekast á jörðina.

Hinsvegar myndi slíkt gerast í fyrsta lagi árið 2182 þannig að góður tími er til stefnu að bregðast við og breyta sporbrautinni þannig að smástirnið fari framhjá jörðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×