Erlent

Ungliðar kæra stjórnarandstöðuleiðtogann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Thorning-Schmidt er í vondum málum. Mynd/ AFP.
Thorning-Schmidt er í vondum málum. Mynd/ AFP.
Ungliðar í Venstre í Danmörku, flokki Lars Lokke Rasmussen, hafa kært Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, til lögreglunnar eftir að upplýst var að hún hafði gefið rangar upplýsingar til dómsmálaráðuneytisins.

Eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag snýst málið um búsetu eiginmanns Thorning-Schmidt. Í fyrra sótti hún um það til dómsmálaráðuneytisins að eiginmaðurinn yrði skráður meðeigandi að húsi fjölskyldunnar í Österbro í Kaupmannahöfn. Hún færði meðal annars fram þau rök að hann væri í Kaupmannahöfn allar helgar ársins frá föstudegi til mánudags. Í síðasta mánuði var svo tekist á um hvort Stephen Kinnock ætti að borga skatta í Danmörku en hann borgar nú skatta í Sviss. Þá kom annað hljóð í strokkinn þegar Thorning-Schmidt hélt því fram að eiginmaður sinn væri aðeins í Danmörku 33 helgar á ári. Semsagt bara túristi.

Danska blaðið BT komst yfir pappírana sem sýna mismunandi skýringar formanns jafnaðarmanna á búsetu eiginmannsins. Berlingske Tidende greindi svo frá málshöfðun ungliðanna í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×