Erlent

Bangsa bjargað úr neti -myndband

Óli Tynes skrifar
Hjálp, hjálp
Hjálp, hjálp

Birnu með tvo unga tókst með harðfylgi og aðstoð veiðimanns að losa annan húninn úr fiskineti sem hann hafði flækst í.

Netinu hafði verið lagt í á neðan við veiðikofa. Birnirnir voru að snudda þar og annar húnninn flæktist í netinu.

Veiðimaðurinn sem átti netið tókst að koma á það línu og draga netið og húninn á þurrt land á pallbíl sínum. Þar tókst svo mömmunni með kjafti og klóm að rífa netið í sundur.

Fjölskyldan hvarf svo til skógar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×