AGS: Fleira rætt en efnahagsáætlunin 30. september 2010 04:30 Franek Rozwadowski „Þessari endurskoðun var lokið á áætlun og við gerum ráð fyrir að halda áætlun í framvindu efnahagsáætlunarinnar," segir Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Hann segir samþykkt endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS í stjórn sjóðsins sýna að Ísland sé enn á batavegi. „Í grunninn hefur árangurinn verið tilkomumikill, hann endurspeglar öfluga stefnumörkun og sveigjanleika í að bregðast við breyttum aðstæðum. Verðbólga er á niðurleið og útlit fyrir að hagvöxtur taki við sér á ný þrátt fyrir mótbyr í efnahagslífinu," segir Franek Rozwadowski. Samkvæmt núverandi framgöngu áætlunarinnar er gert ráð fyrir að henni ljúki í ágúst 2011. „Þetta var þriðja endurskoðunin og svo verður ein í hverjum ársfjórðungi fram til loka áætlunarinnar." Auk þess að fjalla um efnahagsáætlun Íslands fjallaði stjórn AGS líka um reglubundið yfirlit efnahagsmála í samræmi við reglugerð fjögur (Article IV) hjá sjóðnum. „Þá er fjallað um stöðu efnahagslífs þjóða á breiðum grundvelli og komið fram með almennar ábendingar og athugasemdir," segir Rozwadowski. Slík umfjöllun fer fram annað hvert ár hjá þjóðum sem vinna efnahagsáætlun undir væng AGS, en er árviss hjá öðrum aðildarríkjum sjóðsins. „Við gerum ráð fyrir því að skýrsla starfsliðs sjóðsins verði gefin út næsta mánudag, ásamt völdum skrifum þar sem ýmsar hliðar íslensks efnahagslífs verða greindar," segir Rozwadowski. - óká Fréttir Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
„Þessari endurskoðun var lokið á áætlun og við gerum ráð fyrir að halda áætlun í framvindu efnahagsáætlunarinnar," segir Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Hann segir samþykkt endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS í stjórn sjóðsins sýna að Ísland sé enn á batavegi. „Í grunninn hefur árangurinn verið tilkomumikill, hann endurspeglar öfluga stefnumörkun og sveigjanleika í að bregðast við breyttum aðstæðum. Verðbólga er á niðurleið og útlit fyrir að hagvöxtur taki við sér á ný þrátt fyrir mótbyr í efnahagslífinu," segir Franek Rozwadowski. Samkvæmt núverandi framgöngu áætlunarinnar er gert ráð fyrir að henni ljúki í ágúst 2011. „Þetta var þriðja endurskoðunin og svo verður ein í hverjum ársfjórðungi fram til loka áætlunarinnar." Auk þess að fjalla um efnahagsáætlun Íslands fjallaði stjórn AGS líka um reglubundið yfirlit efnahagsmála í samræmi við reglugerð fjögur (Article IV) hjá sjóðnum. „Þá er fjallað um stöðu efnahagslífs þjóða á breiðum grundvelli og komið fram með almennar ábendingar og athugasemdir," segir Rozwadowski. Slík umfjöllun fer fram annað hvert ár hjá þjóðum sem vinna efnahagsáætlun undir væng AGS, en er árviss hjá öðrum aðildarríkjum sjóðsins. „Við gerum ráð fyrir því að skýrsla starfsliðs sjóðsins verði gefin út næsta mánudag, ásamt völdum skrifum þar sem ýmsar hliðar íslensks efnahagslífs verða greindar," segir Rozwadowski. - óká
Fréttir Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira