Erlent

Dætur morðkvendis í áfalli

Óli Tynes skrifar
Dominique Cottres
Dominique Cottres

Tvær dætur frönsku konunnar sem hefur viðurkennt að hafa kæft átta börn sín strax eftir að þau fæddust eru skelfingu lostnar yfir fréttunum.

Þær höfðu ekki fremur en aðrir hugmynd um að móðir þeirra hefði orðið ófrísk eftir að hún eignaðist þær.

Dominique Cottrez er feitlagin kona og virðist hafa getað falið þunganir sínar jafnvel fyrir eiginmanninum.

Dæturnar eiga sitthvorn soninn og segja að móðirin hafi verið yndisleg og umhyggjusöm amma.

Dominique hefur sagt við yfirheyrslur að hún hafi ekki leitað til læknis um getnaðarvarnir þar sem hún hafi haft slæma reynslu af læknisheimsókn fyrir einhverjum áratugum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×