Viðskipti innlent

Tæplega 3.000 manns skráðir í sérstök úrræði

Alls voru 2.925 skráðir í sérstök úrræði hjá Vinnumálastofnun í september samkvæmt frumúttekt stofnunarinnar.

Þetta kemur fram í yfirliti Vinnumálastofnunnar um atvinnuleysi í september. Þar segir að í september voru 301 í sérstökum átaksverkefnum hjá stofnuninni og 341 voru við nýsköpun í mánuðinum, í starfsþjálfun eða reynsluráðningu voru 131.

Námssamningar í gildi voru 291 og 89 voru hjá fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Í ýmsum smiðjum og klúbbum voru 248 og í öðrum úrræðum voru 1.524. Fjöldi fólks á aldrinum 15‐24 var 693 eða tæp 24% þeirra sem voru í úrræðum.

Útlendingar voru 439 eða um 15% þeirra sem tóku þátt í úrræðum. Langstærstur hluti var á Íslenskunámskeiðum eða 276, í átaksverkefnum voru 26, á námssamningi voru 22, í nýsköpunarverkefnum voru 14, í grunnúræðum og ýmsum öðrum úrræðum voru 101.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×