Viðskipti innlent

Sjóðir Byrs með mesta ávöxtun í ríkisbréfum

Skuldabréfasjóður Byrs skilaði 17% nafnávöxtun á síðasta ári. Skuldabréfasjóðurinn fjárfestir eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum.

Í tilkynningu segir að almennt skiluðu innlendir ríkisskuldabréfasjóðir góðri ávöxtun árið 2009 en Skuldabréfasjóður Byrs var með besta árangur þeirra sjóða sem eingöngu fjárfesta í innlendum ríkistryggðum skuldabréfum og víxlum.

Þetta kemur fram á vefsíðunni www.sjodir.is sem starfrækir óháðan samanburð á ávöxtun verðbréfasjóða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×