Smálánafyrirtæki Bjarna Ármanns selt á þrjá milljarða Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. nóvember 2010 18:30 Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Hann átti 10 prósenta hlut í smálánafyrirtækinu Folkia sem selt var fyrir þrjá milljarða króna. Mynd/Arnþór Birkisson Smálánafyrirtækið Folkia, sem var að hluta í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, var nýlega selt bandarísku fyrirtæki fyrir þrjá milljarða. Gera má ráð fyrir að Bjarni hafi fengið 300 milljónir fyrir sinn snúð, en 800 milljóna króna skuld hans við skilanefnd Glitnis stendur þó enn ógreidd. Folkia var stofnað í Osló í ársbyrjun 2007 en fyrirtækið er leiðandi á smálánamarkaðnum í Noregi, Svíþjóð og Eistlandi. Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam 115 milljónum norskra króna, jafnvirði 13,6 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið veitir sambærilega þjónustu og smálánafyrirtækin Kredia og Hraðpeningar gera hér á landi, smálán gegnum netið og farsíma, en starfsemi þessara fyrirtækja hefur legið undir gagnrýni fyrir að beina markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum og veita lán á okurvöxtum. Hinn 8. febrúar á þessu ári kallaði Árni Páll Árnason, núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og þáverandi félagsmálaráðherra, starfsemi þessara fyrirtækja „siðlausa sjóræningjastarfsemi“ í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meðal hluthafa í Folkia er Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, en félag hans Sjávarsýn ehf. fer með tíu prósenta hlut. Það eru fleiri Íslendingar í hluthafahópnum en Hörður Bender, sem er stofnandi fyrirtækisins, á 15 prósenta hlut, gegnum félag sitt Interactive. Þá á Engey Invest ehf. sem er í eigu feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar, tíu prósenta hlut. Nú í ágúst síðastliðnum var Folkia selt alþjóðlega fjármálafyrirtækinu Dollar Financial Corporation en kaupverðið var 28 milljónir dollara, jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Gera má ráð fyrir að Bjarni Ármannsson hafi fengið 300 milljónir króna í sinn hlut við söluna miðað við eignarhlut sinn. Í þessu samhengi má benda á að annað dótturfélag Sjávarsýnar, Imagine Investment, komst að samkomulagi við skilanefnd Glitnis á síðasta ári um afskrift á 800 milljóna króna skuld þess við bankann. Bjarni Ármannsson, vildi ekki tjá sig um málið í dag þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann vildi ekki svara spurningum um hvort hann teldi eðlilegt að söluandvirðið á Folkia rynni upp í skuld Imagine Investment við þrotabú Glitnis, en eftir því sem fréttastofa kemst næst voru ekki fyrirvarar á samkomulagi sem Imagine gerði við skilanefnd Glitnis, þ.e ákvörðun um afskrift stendur. Í þessu samhengi er sanngjarnt og eðlilegt að fram komi að Bjarni greiddi þrotabúi Glitnis samtals 1.020 milljónir króna á síðasta ári vegna endurgreiðslu á starfslokasamningi sem hann fékk þegar hann lét af störfum sem forstjóri, en það var hluti af heildaruppgjöri Bjarna við skilanefnd Glitnis. Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Smálánafyrirtækið Folkia, sem var að hluta í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, var nýlega selt bandarísku fyrirtæki fyrir þrjá milljarða. Gera má ráð fyrir að Bjarni hafi fengið 300 milljónir fyrir sinn snúð, en 800 milljóna króna skuld hans við skilanefnd Glitnis stendur þó enn ógreidd. Folkia var stofnað í Osló í ársbyrjun 2007 en fyrirtækið er leiðandi á smálánamarkaðnum í Noregi, Svíþjóð og Eistlandi. Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam 115 milljónum norskra króna, jafnvirði 13,6 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið veitir sambærilega þjónustu og smálánafyrirtækin Kredia og Hraðpeningar gera hér á landi, smálán gegnum netið og farsíma, en starfsemi þessara fyrirtækja hefur legið undir gagnrýni fyrir að beina markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum og veita lán á okurvöxtum. Hinn 8. febrúar á þessu ári kallaði Árni Páll Árnason, núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og þáverandi félagsmálaráðherra, starfsemi þessara fyrirtækja „siðlausa sjóræningjastarfsemi“ í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meðal hluthafa í Folkia er Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, en félag hans Sjávarsýn ehf. fer með tíu prósenta hlut. Það eru fleiri Íslendingar í hluthafahópnum en Hörður Bender, sem er stofnandi fyrirtækisins, á 15 prósenta hlut, gegnum félag sitt Interactive. Þá á Engey Invest ehf. sem er í eigu feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar, tíu prósenta hlut. Nú í ágúst síðastliðnum var Folkia selt alþjóðlega fjármálafyrirtækinu Dollar Financial Corporation en kaupverðið var 28 milljónir dollara, jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Gera má ráð fyrir að Bjarni Ármannsson hafi fengið 300 milljónir króna í sinn hlut við söluna miðað við eignarhlut sinn. Í þessu samhengi má benda á að annað dótturfélag Sjávarsýnar, Imagine Investment, komst að samkomulagi við skilanefnd Glitnis á síðasta ári um afskrift á 800 milljóna króna skuld þess við bankann. Bjarni Ármannsson, vildi ekki tjá sig um málið í dag þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann vildi ekki svara spurningum um hvort hann teldi eðlilegt að söluandvirðið á Folkia rynni upp í skuld Imagine Investment við þrotabú Glitnis, en eftir því sem fréttastofa kemst næst voru ekki fyrirvarar á samkomulagi sem Imagine gerði við skilanefnd Glitnis, þ.e ákvörðun um afskrift stendur. Í þessu samhengi er sanngjarnt og eðlilegt að fram komi að Bjarni greiddi þrotabúi Glitnis samtals 1.020 milljónir króna á síðasta ári vegna endurgreiðslu á starfslokasamningi sem hann fékk þegar hann lét af störfum sem forstjóri, en það var hluti af heildaruppgjöri Bjarna við skilanefnd Glitnis.
Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira