Yfirtaka Íslandsbanka á Eik samþykkt með skilyrðum 13. júlí 2010 10:23 Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt yfirtöku Íslandsbanka á Eik Properties ehf. en setur jafnframt margvísleg skilyrði fyrir yfirtökunni. Yfirtaka Íslandsbanka hf. á öllu hlutafé Eik Properties ehf. felur í sér samruna í skilningi samkeppnislaganna.Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Meðal skilyrða sem yfirtökunni eru sett má nefna að Íslandsbanki skal selja eignarhluti sinn í Eik eins fljótt og verða má. Samkeppniseftirlitið getur framlengt sölufrest sæki bankinn um það. Í umsókn um framlengingu sölufrests skal rökstutt hvaða atvik komi í veg fyrir sölu.Eignarhlutur Íslandsbanka skal seldur í fyrirfram skilgreindu og gagnsæju ferli, verði því við komið, t.d. með skráningu í kauphöll að undangengnu útboði í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti„Markmið ákvörðunar þessarar er að tryggja að viðskiptatengsl Íslandsbanka við fyrirtæki sem starfa á sömu eða skyldum mörkuðum og Eik skaði ekki samkeppni á meðan Eik er undir yfirráðum Íslandsbanka. Skal bankinn í því skyni tryggja sjálfstæði Eikar á samkeppnismarkaði," segir á vefsíðunni.Af öðrum skilyrðum má nefna að hlutafé það sem Íslandsbanki á í Eik skal komið fyrir í eignarhaldsfélagi í eigu bankans.Eignarhaldsfélagið skal lúta eftirfarandi reglum að lágmarki:Meirihluti stjórnar eignarhaldsfélagsins skal skipaður stjórnarmönnum sem eru óháðir Íslandsbanka. Aðrir stjórnarmenn mega ekki koma úr hópi starfsmanna á þeim sviðum bankans sem bera ábyrgð á útlánum til fyrirtækja.Eik og fasteignir í eigu þess skulu seldar eins fljótt og verða má. Nú fellur Íslandsbanki frá því að selja félagið í einu lagi og skal þá gerð áætlun um sölu fasteigna í eigu eignarhaldsfélagsins.Eik skal rekin sem sjálfstætt félag undir eignarhaldsfélaginu. Eignarhaldsfélagið skipar þá stjórn Eikar og skal stjórn félagsins vera óháð eignarhaldsfélaginu. Stjórnarmönnum og starfsmönnum Íslandsbanka eða öðrum aðilum sem teljast háðir bankanum er óheimilt að sitja í stjórn Eikar. Rekstur Eikar skal vera að fullu aðskilinn frá öðrum rekstri bankans og eignarhaldsfélagsins.Íslandsbanki skal fela óháðum aðila eða aðilum eftirlit með því að skilyrðum ákvörðunar þessarar sé fylgt. Með óháðum aðila er hér átt við aðila sem ráðinn er af bankanum og kemur ekki með neinum hætti að framkvæmd skilyrða ákvörðunar þessarar eða starfsemi bankans eða eignarhaldsfélagsins sem tengist skilyrðum ákvörðunarinnar.Eik var annað stærsta fasteignafélag hér á landi á eftir Landic Properties. Dótturfélög Eikar eiga t.a.m. ráðandi hlut í Smáralind, fasteignir Húsasmiðjunnar, fasteignir í Noregi og 55 fasteignir í miðborg Reykjavíkur, í póstnúmerunum 105 og 108 og víðar.Fasteignirnar sem um ræðir eru t.d. Austurstræti 5, 7 og 17, Hafnarstræti 5,8 og 7 og Bankastræti 5. Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt yfirtöku Íslandsbanka á Eik Properties ehf. en setur jafnframt margvísleg skilyrði fyrir yfirtökunni. Yfirtaka Íslandsbanka hf. á öllu hlutafé Eik Properties ehf. felur í sér samruna í skilningi samkeppnislaganna.Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Meðal skilyrða sem yfirtökunni eru sett má nefna að Íslandsbanki skal selja eignarhluti sinn í Eik eins fljótt og verða má. Samkeppniseftirlitið getur framlengt sölufrest sæki bankinn um það. Í umsókn um framlengingu sölufrests skal rökstutt hvaða atvik komi í veg fyrir sölu.Eignarhlutur Íslandsbanka skal seldur í fyrirfram skilgreindu og gagnsæju ferli, verði því við komið, t.d. með skráningu í kauphöll að undangengnu útboði í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti„Markmið ákvörðunar þessarar er að tryggja að viðskiptatengsl Íslandsbanka við fyrirtæki sem starfa á sömu eða skyldum mörkuðum og Eik skaði ekki samkeppni á meðan Eik er undir yfirráðum Íslandsbanka. Skal bankinn í því skyni tryggja sjálfstæði Eikar á samkeppnismarkaði," segir á vefsíðunni.Af öðrum skilyrðum má nefna að hlutafé það sem Íslandsbanki á í Eik skal komið fyrir í eignarhaldsfélagi í eigu bankans.Eignarhaldsfélagið skal lúta eftirfarandi reglum að lágmarki:Meirihluti stjórnar eignarhaldsfélagsins skal skipaður stjórnarmönnum sem eru óháðir Íslandsbanka. Aðrir stjórnarmenn mega ekki koma úr hópi starfsmanna á þeim sviðum bankans sem bera ábyrgð á útlánum til fyrirtækja.Eik og fasteignir í eigu þess skulu seldar eins fljótt og verða má. Nú fellur Íslandsbanki frá því að selja félagið í einu lagi og skal þá gerð áætlun um sölu fasteigna í eigu eignarhaldsfélagsins.Eik skal rekin sem sjálfstætt félag undir eignarhaldsfélaginu. Eignarhaldsfélagið skipar þá stjórn Eikar og skal stjórn félagsins vera óháð eignarhaldsfélaginu. Stjórnarmönnum og starfsmönnum Íslandsbanka eða öðrum aðilum sem teljast háðir bankanum er óheimilt að sitja í stjórn Eikar. Rekstur Eikar skal vera að fullu aðskilinn frá öðrum rekstri bankans og eignarhaldsfélagsins.Íslandsbanki skal fela óháðum aðila eða aðilum eftirlit með því að skilyrðum ákvörðunar þessarar sé fylgt. Með óháðum aðila er hér átt við aðila sem ráðinn er af bankanum og kemur ekki með neinum hætti að framkvæmd skilyrða ákvörðunar þessarar eða starfsemi bankans eða eignarhaldsfélagsins sem tengist skilyrðum ákvörðunarinnar.Eik var annað stærsta fasteignafélag hér á landi á eftir Landic Properties. Dótturfélög Eikar eiga t.a.m. ráðandi hlut í Smáralind, fasteignir Húsasmiðjunnar, fasteignir í Noregi og 55 fasteignir í miðborg Reykjavíkur, í póstnúmerunum 105 og 108 og víðar.Fasteignirnar sem um ræðir eru t.d. Austurstræti 5, 7 og 17, Hafnarstræti 5,8 og 7 og Bankastræti 5.
Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira