Lífið

Jim Carrey ræðst gegn konu Tiger Woods

"Elin hlýtur að hafa leikið með af einhverri ástæðu," segir Carrey.
"Elin hlýtur að hafa leikið með af einhverri ástæðu," segir Carrey.
Leikarinn Jim Carrey sparar ekki stóru orðin á Twitter-síðu sinni þessa dagana. Fyrir fjórum dögum tilkynnti hann um sambandsslit sín og Jenny McCarthy á síðunni og nú lýsir hann yfir stuðningi sínum við Tiger Woods.

"Tiger Woods skuldar engum nema sjálfum sér neitt. Hann gaf eftir barnæskuna og frelsið til að þóknast föður sínum. Það er nóg!" byrjaði hann á að segja.

Síðan fylgdi fast skot á eiginkonu Tigers, Elin Nordgren: "Það getur ekki farið framhjá nokkurri eiginkonu ef makinn heldur svona mikið framhjá. Elin hlýtur að hafa leikið með af einhverri ástæðu."

Áfram hélt hann: "Engin kona er bara heima með krakkana lengur. Þetta var rangt hjá Tiger og Elin hunsaði augljóst mál."

Carrey er einnig ósáttur með meðferðina á Tiger og lét fólk heyra það: "Þegar við sameinumst gegn einhverjum sem við öfundum og er í vandræðum ELSKAR sameiginleg meðvitund okkar að sýna krafta sína. Það er ljótt!"

"Ég vil bara taka það fram að ég er enginn stuðningsmaður framhjáhalds en ábyrgð þess er að einhverju leyti beggja aðila."

Hægt er að kíkja á ummælin á Twitter-síðu Carrey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.