Lífið

Shia og Voight ná vel saman

Shia LeBeouf átti erfiða æsku en á nú traustan vin í bandaríska stórleikaranum Jon Voight.
Shia LeBeouf átti erfiða æsku en á nú traustan vin í bandaríska stórleikaranum Jon Voight.
Bandaríska ungstirnið Shia LeBeouf og reynsluboltinn Jon Voight eru miklir vinir. Þetta kemur kannski einhverjum spánskt fyrir sjónir enda mikill aldursmunur á þeim. Þeir eiga það hins vegar sameiginlegt að vera tveir einmanna karlar í partíborginni Hollywood sem eiga enga fjölskyldu að. Shia er enn að reyna ná almennilegum samskiptum við föður sinn sem hefur marga hildina háð í baráttu sinni við eiturlyfjadjöfulinn og sagan af stirðum samskiptum Voights og dóttur hans, Angelinu Jolie, er flestum ljós.

Shia ræddi þetta sérstaka vinasamband í bandaríska glanstímaritinu Glamour. „Við lékum í nokkrum myndum saman og fylltum upp í tómarúm hvor annars. Þótt hann myndi aldrei viðurkenna það, þá átti hann enga fjölskyldu og ég átti enga fjölskyldu.“

Shia slasaðist til að mynda alvarlega á hendi efitr bílslys og fyrsti maðurinn til að heimsækja hann var Jon Voight. „Hann kom á undan pabba mínum,“ segir Shia en leikarinn hefur átt erfitt með að tengjast föður sínum. „Pabbi er yndislegasti maður í heimi en um leið sá skelfilegasti. Hann komst mjög nálægt því að eyðileggja líf mitt því ég reyndi allt hvað ég gat til að þóknast honum,“ útskýrir Shie sem ber móður sinni hins vegar vel söguna. „Hún er algjör klettur í mínu líf. Algjör engill.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.