Lífið

Sandra með börnin

Mynd/Getty Images
Mynd/Getty Images
Leikkonan Sandra Bullock ætlar að gæta þriggja barna Jesse James á meðan hann fer í samskonar meðferð og Tiger Woods fór í við kynlífsfíkn. Jesse hefur viðurkennt fyrir umheiminum að hann sé háður kynlífi með ókunnugum konum, en sú fíkn batt enda á hjónaband hans og leikkonunnar.

Jesse á þrjú börn. 15 ára pilt og 12 ára stúlku með fyrri eiginkonu sinni og sex ára gamlan dreng með klámstjörnunni Janine Lindemulder. Sandra gekk þeim nánast í móðurstað eftir að hún og Jesse giftust fyrir fimm árum. Hún er sögð velta því alvarlega fyrir sér hvort hún eigi að sækja um forræðið yfir þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.