Handbolti

Kiel eltir Hamburg eins og skugginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron skoraði eitt mark fyrir Kiel í dag.
Aron skoraði eitt mark fyrir Kiel í dag.

Hamburg er enn á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir leiki dagsins. Hamburg lagði Dusseldorf, 24-33, þar sem Daninn Hans Lindberg skoraði 17 mörk fyrir Hamburg.

Sturla Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Dusseldorf sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Kiel er sem fyrr í öðru sæti en Kiel vann öruggan sigur á Wetzlar í dag, 26-38, þar sem Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel sem er stigi á eftir Hamburg.

Lemgo er í sjöunda sæti eftir 27-26 sigur á Dormagen. Vignir Svavarsson skoraði ekki fyrir Lemgo og Logi Geirsson var ekki í hópnum.

Gylfi Gylfason skoraði sex mrök fyrir Minden og Ingimundur Ingimundarson eitt er liðið tapaði, 27-30, fyrir Gummersbach. Róbert Gunnarsson var ekki á meðal markaskorara Gummersbach í leiknum.

Minden er í neðsta sæti deildarinnar en Gummersbach í sjötta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×