Telur að Brynja geti náð á toppinn í tískuheiminum 10. apríl 2010 00:01 Jason Valenta starfar á vegum umboðsskrifstofunnar Next, sem er ein elsta og virtasta umboðsskrifstofa heims. Hann telur að Brynja Jónbjarnadóttir gæti náð langt innan tískuheimsins. Fréttablaðið/Stefán Jason Valenta starfar sem útsendari á vegum umboðsskrifstofunnar Next, sem er ein elsta og virtasta umboðsskrifstofa heims. Hann er staddur hér á landi til að eiga fund með Andreu Brabin, einum eigenda Eskimo, og fyrirsætunni Brynju Jónbjarnadóttur, en Next hefur boðið henni svokallaðan heimssamning sem þykir einstakur árangur. Jason ferðast um heiminn á vegum Next í leit að næstu ofurfyrirsætu og hefur meðal annars uppgötvað stúlkur á borð við Abbey Lee, sem er andlit tískuhússins Chanel og í tíunda sæti yfir fimmtíu vinsælustu fyrirsætur heims. „Íslenskar stúlkur eru með alveg einstakt útlit og alveg sérstaklega fallega húð sem ég held að sé vegna þess að þær fá ekki jafn mikla sól og margar aðrar. Það sem umboðsskrifstofur eru að leita að í dag eru stúlkur með ákveðin sérkenni, sem sagt fallegar en ekki of venjulegar, og svo þarf persónuleikinn að vera sterkur svo þær skeri sig úr," útskýrir Jason. Hann segir Brynju, sem er 16 ára, hafa það sem þarf til að geta náð langt innan tískubransans og útilokar ekki að hún gæti orðið á meðal þeirra fremstu í framtíðinni. „Hún er alveg einstök og hefur rétta útlitið til að ná alla leið. Ég kom hingað sérstaklega til að ræða við hana og komast að því hvaða væntingar og óskir hún hefur. Hún er mjög ung enn og það getur verið erfitt fyrir svo ungar stúlkur að dvelja svona lengi að heiman." Aðspurður segir Jason tískubransann vera erfiðan sé fólk ekki opið fyrir ferðalögum og miklu flakki. „Maður þarf að vera mjög opinn því í þessum bransa þarf maður að ferðast víða og starfa með fólki frá ýmsum löndum og menningarheimum, en ef þú hefur gaman af því að ferðast og heimsækja nýja staði er þetta algjört draumastarf." Þetta er í annað sinn sem Jason sækir Ísland heim og segist hann helst vilja heimsækja landið árlega. „Ég hef afskaplega gaman af því að heimsækja Ísland og helst vildi ég koma hingað minnst einu sinni á ári. Mér finnst gaman að rötla um miðborgina og taka myndir af því sem fyrir augu ber og svo finnst mér líka mjög notalegt að fara í Bláa lónið," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Jason Valenta starfar sem útsendari á vegum umboðsskrifstofunnar Next, sem er ein elsta og virtasta umboðsskrifstofa heims. Hann er staddur hér á landi til að eiga fund með Andreu Brabin, einum eigenda Eskimo, og fyrirsætunni Brynju Jónbjarnadóttur, en Next hefur boðið henni svokallaðan heimssamning sem þykir einstakur árangur. Jason ferðast um heiminn á vegum Next í leit að næstu ofurfyrirsætu og hefur meðal annars uppgötvað stúlkur á borð við Abbey Lee, sem er andlit tískuhússins Chanel og í tíunda sæti yfir fimmtíu vinsælustu fyrirsætur heims. „Íslenskar stúlkur eru með alveg einstakt útlit og alveg sérstaklega fallega húð sem ég held að sé vegna þess að þær fá ekki jafn mikla sól og margar aðrar. Það sem umboðsskrifstofur eru að leita að í dag eru stúlkur með ákveðin sérkenni, sem sagt fallegar en ekki of venjulegar, og svo þarf persónuleikinn að vera sterkur svo þær skeri sig úr," útskýrir Jason. Hann segir Brynju, sem er 16 ára, hafa það sem þarf til að geta náð langt innan tískubransans og útilokar ekki að hún gæti orðið á meðal þeirra fremstu í framtíðinni. „Hún er alveg einstök og hefur rétta útlitið til að ná alla leið. Ég kom hingað sérstaklega til að ræða við hana og komast að því hvaða væntingar og óskir hún hefur. Hún er mjög ung enn og það getur verið erfitt fyrir svo ungar stúlkur að dvelja svona lengi að heiman." Aðspurður segir Jason tískubransann vera erfiðan sé fólk ekki opið fyrir ferðalögum og miklu flakki. „Maður þarf að vera mjög opinn því í þessum bransa þarf maður að ferðast víða og starfa með fólki frá ýmsum löndum og menningarheimum, en ef þú hefur gaman af því að ferðast og heimsækja nýja staði er þetta algjört draumastarf." Þetta er í annað sinn sem Jason sækir Ísland heim og segist hann helst vilja heimsækja landið árlega. „Ég hef afskaplega gaman af því að heimsækja Ísland og helst vildi ég koma hingað minnst einu sinni á ári. Mér finnst gaman að rötla um miðborgina og taka myndir af því sem fyrir augu ber og svo finnst mér líka mjög notalegt að fara í Bláa lónið," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira