Erlent

Villtust naktar í skógarferð

Striplingarnir voru í fríi í suðurhluta Svíþjóðar þegar konurnar villtust.
Striplingarnir voru í fríi í suðurhluta Svíþjóðar þegar konurnar villtust.
Þrjár þýskar konur týndust í skógi í suðurhluta Svíþjóðar á sunnudag. Konurnar voru naktar þegar þær villtust, en þær voru í hópi striplinga sem voru í fríi á svæðinu.

Konurnar eru á aldrinum 40 til 56 ára og fóru naktar í gönguferð í skógi utan við Karlshamn um fjögurleytið í gær. Þegar þær komu ekki aftur í hóp vina sinna var kallaður út leitarhópur með þyrlu og leitarhunda. Konurnar komust þó sjálfar í kofa sinn seint í gærkvöldi og var þá hætt við leitina. Þær höfðu þá verið án klæða í skóginum í um það bil sjö klukkustundir.

Konurnar sögðu lögreglunni að þær hefðu villst fljótlega eftir að þær lögðu af stað frá kofa sínum. Þegar orðið var dimmt þurftu þær að þreifa sig áfram í myrkinu og komust með þeim hætti aftur í kofann. Þær voru þreyttar og órólegar að sögn lögreglu og þeim var nokkuð kalt. Að öðru leyti amaði ekkert að þeim. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×