Greining: Ekkert að marka tölur Hagstofunnar um hagvöxt 8. september 2010 10:57 Greining Íslandsbanka segir að ekkert sé að marka tölur Hagstofunnar um hagvöxt og breytingar á landsframleiðslunni milli ára og ársfjórðunga.Greining fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að það vakti nokkra eftirtekt þegar fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sögðu í lok júní síðastliðins að kreppunni á Íslandi væri tæknilega lokið þar sem hagvöxtur hafði mælst hér á landi tvo ársfjórðunga í röð.Vísuðu fulltrúar sjóðsins þar til talna sem Hagstofan hafði birt fyrr í þeim mánuði og sýndu að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla hafði vaxið á fjórða ársfjórðungi í fyrra um 0,7% frá ársfjórðunginum á undan og um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs frá fjórða ársfjórðungi í fyrra.Tölur dregnar upp úr hatti„Þessar árstíðarleiðréttu landsframleiðslutölur höfðu lítið verið notaðar í umræðunni um efnahagsmál hér á landi fram að því að AGS dró þær upp úr hatti sínum þarna í júní en mikið hefur verið gert úr þessum tölum síðan og mun meira en innistæða er fyrir að okkar mati," segir í Morgunkorninu.Endurskoðaðar tölur sem Hagstofan birti síðastliðinn föstudag sýna að á ofangreindu tímabili var samdráttur en ekki hagvöxtur. Þannig var samdrátturinn 0,3% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og 1,2% samdráttur varð á fyrsta fjórðungi í ár. Niðurstaða stofnunarinnar er einnig að samdráttur hafi verið 3,1% á öðrum ársfjórðungi í ár og þar með að hert hafi á samdrættinum fremur en hitt ef menn vilja túlka tölurnar bókstaflega.Vitræn túlkun ómögulegGreining segir að í raun sé ekki hægt að byggja neina vitræna túlkun á þessum tölum. Sveiflurnar í þeim á milli birtinga Hagstofunnar eru svo miklar að best er að fara afar varlega í alla slíka túlkun. Þannig var Hagstofan, svo dæmi sé tekið, að birta endurskoðaðar tölur fyrir annan ársfjórðung 2008 þ.e. tvö ár aftur í tímann nú síðastliðinn föstudag. Telur stofnunin nú að þá hafi verið 0,8% samdráttur á þeim ársfjórðungi en fyrst þegar tölur fyrir þann ársfjórðung voru birtar taldi stofnunin að þá hefði verið 4,9% hagvöxtur.Í þeim átta endurskoðunum sem hagvaxtartölur fyrir þann ársfjórðung hafa gengið í gegnum hjá stofnuninni á þessu tveggja ára tímabili hefur hagvaxtartalan staðið hæst í 4,9% og lægst í 4,2% samdrætti. Sveiflan er 9,1 prósentustig og nær því yfir allan skalann i túlkun, allt frá miklum hagvexti yfir í mikinn samdrátt.Fjaðrafokið nú er m.a. vegna þess að hagvaxtartölur fyrsta ársfjórðungs í ár hafa verið endurskoðaðar. Endurskoðunin ætti samt ekkert að koma á óvart. Hagstofan er t.d. enn að endurskoða hagvaxtartölur fyrsta ársfjórðungs 2008 sem hljóðuðu fyrst þegar þær voru birtar upp á 3,7% samdrátt á því tímabili. Eftir sjö endurskoðanir á þeirri tölu var stofnunin komin á þá skoðun í mars í fyrra að í raun hefði ekki verið samdráttur á þessu tímabili heldur 4,3% hagvöxtur.Miklar sveiflur í tölunumNú á föstudaginn þegar stofnunin birti sína níundu endurskoðun á þessum hagvaxtartölum fyrir fyrsta ársfjórðung 2008 var niðurstaðan 1,8% hagvöxtur. Sveiflan í tölunum fyrir þennan eina ársfjórðung hefur verið átta prósentustig á þessu ríflega tveggja ára tímabili. Tölurnar sýndu fyrst mikinn samdrátt, síðan stöðnun, síðan mikinn hagvöxt og loks lítilsháttar vöxt.Nefna má fjölmörg önnur sambærileg dæmi úr sögu Hagstofunnar um árstíðaleiðréttan hagvöxt á milli ársfjórðunga. Má nefna til viðbótar við þau dæmi sem hér hafa verið nefnd að fjórtánda endurskoðun á fjórða fjórðungi 2006 var birt á föstudaginn og hefur niðurstaðan farið úr því að segja að á þessum fjórðungi hafi verið hagvöxtur, stöðnun, samdráttur, síðan mikill hagvöxtur og loks talsverð kreppa.Byggt á sandi„Niðurstaðan er sú að það er ekkert byggjandi á þessum tölum. Fulltrúar AGS stóðu því á sandi þegar þeir sögðu að kreppan væri tæknilega liðin hjá á grundvelli þessara talna. Og að sama skapi standa þeir einnig á sandi sem nú halda því fram á grundvelli sömu talna að kreppan sé enn til staðar og að ekkert sé að rofa til í íslenskum þjóðarbúskap," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Greining Íslandsbanka segir að ekkert sé að marka tölur Hagstofunnar um hagvöxt og breytingar á landsframleiðslunni milli ára og ársfjórðunga.Greining fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að það vakti nokkra eftirtekt þegar fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sögðu í lok júní síðastliðins að kreppunni á Íslandi væri tæknilega lokið þar sem hagvöxtur hafði mælst hér á landi tvo ársfjórðunga í röð.Vísuðu fulltrúar sjóðsins þar til talna sem Hagstofan hafði birt fyrr í þeim mánuði og sýndu að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla hafði vaxið á fjórða ársfjórðungi í fyrra um 0,7% frá ársfjórðunginum á undan og um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs frá fjórða ársfjórðungi í fyrra.Tölur dregnar upp úr hatti„Þessar árstíðarleiðréttu landsframleiðslutölur höfðu lítið verið notaðar í umræðunni um efnahagsmál hér á landi fram að því að AGS dró þær upp úr hatti sínum þarna í júní en mikið hefur verið gert úr þessum tölum síðan og mun meira en innistæða er fyrir að okkar mati," segir í Morgunkorninu.Endurskoðaðar tölur sem Hagstofan birti síðastliðinn föstudag sýna að á ofangreindu tímabili var samdráttur en ekki hagvöxtur. Þannig var samdrátturinn 0,3% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og 1,2% samdráttur varð á fyrsta fjórðungi í ár. Niðurstaða stofnunarinnar er einnig að samdráttur hafi verið 3,1% á öðrum ársfjórðungi í ár og þar með að hert hafi á samdrættinum fremur en hitt ef menn vilja túlka tölurnar bókstaflega.Vitræn túlkun ómögulegGreining segir að í raun sé ekki hægt að byggja neina vitræna túlkun á þessum tölum. Sveiflurnar í þeim á milli birtinga Hagstofunnar eru svo miklar að best er að fara afar varlega í alla slíka túlkun. Þannig var Hagstofan, svo dæmi sé tekið, að birta endurskoðaðar tölur fyrir annan ársfjórðung 2008 þ.e. tvö ár aftur í tímann nú síðastliðinn föstudag. Telur stofnunin nú að þá hafi verið 0,8% samdráttur á þeim ársfjórðungi en fyrst þegar tölur fyrir þann ársfjórðung voru birtar taldi stofnunin að þá hefði verið 4,9% hagvöxtur.Í þeim átta endurskoðunum sem hagvaxtartölur fyrir þann ársfjórðung hafa gengið í gegnum hjá stofnuninni á þessu tveggja ára tímabili hefur hagvaxtartalan staðið hæst í 4,9% og lægst í 4,2% samdrætti. Sveiflan er 9,1 prósentustig og nær því yfir allan skalann i túlkun, allt frá miklum hagvexti yfir í mikinn samdrátt.Fjaðrafokið nú er m.a. vegna þess að hagvaxtartölur fyrsta ársfjórðungs í ár hafa verið endurskoðaðar. Endurskoðunin ætti samt ekkert að koma á óvart. Hagstofan er t.d. enn að endurskoða hagvaxtartölur fyrsta ársfjórðungs 2008 sem hljóðuðu fyrst þegar þær voru birtar upp á 3,7% samdrátt á því tímabili. Eftir sjö endurskoðanir á þeirri tölu var stofnunin komin á þá skoðun í mars í fyrra að í raun hefði ekki verið samdráttur á þessu tímabili heldur 4,3% hagvöxtur.Miklar sveiflur í tölunumNú á föstudaginn þegar stofnunin birti sína níundu endurskoðun á þessum hagvaxtartölum fyrir fyrsta ársfjórðung 2008 var niðurstaðan 1,8% hagvöxtur. Sveiflan í tölunum fyrir þennan eina ársfjórðung hefur verið átta prósentustig á þessu ríflega tveggja ára tímabili. Tölurnar sýndu fyrst mikinn samdrátt, síðan stöðnun, síðan mikinn hagvöxt og loks lítilsháttar vöxt.Nefna má fjölmörg önnur sambærileg dæmi úr sögu Hagstofunnar um árstíðaleiðréttan hagvöxt á milli ársfjórðunga. Má nefna til viðbótar við þau dæmi sem hér hafa verið nefnd að fjórtánda endurskoðun á fjórða fjórðungi 2006 var birt á föstudaginn og hefur niðurstaðan farið úr því að segja að á þessum fjórðungi hafi verið hagvöxtur, stöðnun, samdráttur, síðan mikill hagvöxtur og loks talsverð kreppa.Byggt á sandi„Niðurstaðan er sú að það er ekkert byggjandi á þessum tölum. Fulltrúar AGS stóðu því á sandi þegar þeir sögðu að kreppan væri tæknilega liðin hjá á grundvelli þessara talna. Og að sama skapi standa þeir einnig á sandi sem nú halda því fram á grundvelli sömu talna að kreppan sé enn til staðar og að ekkert sé að rofa til í íslenskum þjóðarbúskap," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira