Greining: Ekkert að marka tölur Hagstofunnar um hagvöxt 8. september 2010 10:57 Greining Íslandsbanka segir að ekkert sé að marka tölur Hagstofunnar um hagvöxt og breytingar á landsframleiðslunni milli ára og ársfjórðunga.Greining fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að það vakti nokkra eftirtekt þegar fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sögðu í lok júní síðastliðins að kreppunni á Íslandi væri tæknilega lokið þar sem hagvöxtur hafði mælst hér á landi tvo ársfjórðunga í röð.Vísuðu fulltrúar sjóðsins þar til talna sem Hagstofan hafði birt fyrr í þeim mánuði og sýndu að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla hafði vaxið á fjórða ársfjórðungi í fyrra um 0,7% frá ársfjórðunginum á undan og um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs frá fjórða ársfjórðungi í fyrra.Tölur dregnar upp úr hatti„Þessar árstíðarleiðréttu landsframleiðslutölur höfðu lítið verið notaðar í umræðunni um efnahagsmál hér á landi fram að því að AGS dró þær upp úr hatti sínum þarna í júní en mikið hefur verið gert úr þessum tölum síðan og mun meira en innistæða er fyrir að okkar mati," segir í Morgunkorninu.Endurskoðaðar tölur sem Hagstofan birti síðastliðinn föstudag sýna að á ofangreindu tímabili var samdráttur en ekki hagvöxtur. Þannig var samdrátturinn 0,3% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og 1,2% samdráttur varð á fyrsta fjórðungi í ár. Niðurstaða stofnunarinnar er einnig að samdráttur hafi verið 3,1% á öðrum ársfjórðungi í ár og þar með að hert hafi á samdrættinum fremur en hitt ef menn vilja túlka tölurnar bókstaflega.Vitræn túlkun ómögulegGreining segir að í raun sé ekki hægt að byggja neina vitræna túlkun á þessum tölum. Sveiflurnar í þeim á milli birtinga Hagstofunnar eru svo miklar að best er að fara afar varlega í alla slíka túlkun. Þannig var Hagstofan, svo dæmi sé tekið, að birta endurskoðaðar tölur fyrir annan ársfjórðung 2008 þ.e. tvö ár aftur í tímann nú síðastliðinn föstudag. Telur stofnunin nú að þá hafi verið 0,8% samdráttur á þeim ársfjórðungi en fyrst þegar tölur fyrir þann ársfjórðung voru birtar taldi stofnunin að þá hefði verið 4,9% hagvöxtur.Í þeim átta endurskoðunum sem hagvaxtartölur fyrir þann ársfjórðung hafa gengið í gegnum hjá stofnuninni á þessu tveggja ára tímabili hefur hagvaxtartalan staðið hæst í 4,9% og lægst í 4,2% samdrætti. Sveiflan er 9,1 prósentustig og nær því yfir allan skalann i túlkun, allt frá miklum hagvexti yfir í mikinn samdrátt.Fjaðrafokið nú er m.a. vegna þess að hagvaxtartölur fyrsta ársfjórðungs í ár hafa verið endurskoðaðar. Endurskoðunin ætti samt ekkert að koma á óvart. Hagstofan er t.d. enn að endurskoða hagvaxtartölur fyrsta ársfjórðungs 2008 sem hljóðuðu fyrst þegar þær voru birtar upp á 3,7% samdrátt á því tímabili. Eftir sjö endurskoðanir á þeirri tölu var stofnunin komin á þá skoðun í mars í fyrra að í raun hefði ekki verið samdráttur á þessu tímabili heldur 4,3% hagvöxtur.Miklar sveiflur í tölunumNú á föstudaginn þegar stofnunin birti sína níundu endurskoðun á þessum hagvaxtartölum fyrir fyrsta ársfjórðung 2008 var niðurstaðan 1,8% hagvöxtur. Sveiflan í tölunum fyrir þennan eina ársfjórðung hefur verið átta prósentustig á þessu ríflega tveggja ára tímabili. Tölurnar sýndu fyrst mikinn samdrátt, síðan stöðnun, síðan mikinn hagvöxt og loks lítilsháttar vöxt.Nefna má fjölmörg önnur sambærileg dæmi úr sögu Hagstofunnar um árstíðaleiðréttan hagvöxt á milli ársfjórðunga. Má nefna til viðbótar við þau dæmi sem hér hafa verið nefnd að fjórtánda endurskoðun á fjórða fjórðungi 2006 var birt á föstudaginn og hefur niðurstaðan farið úr því að segja að á þessum fjórðungi hafi verið hagvöxtur, stöðnun, samdráttur, síðan mikill hagvöxtur og loks talsverð kreppa.Byggt á sandi„Niðurstaðan er sú að það er ekkert byggjandi á þessum tölum. Fulltrúar AGS stóðu því á sandi þegar þeir sögðu að kreppan væri tæknilega liðin hjá á grundvelli þessara talna. Og að sama skapi standa þeir einnig á sandi sem nú halda því fram á grundvelli sömu talna að kreppan sé enn til staðar og að ekkert sé að rofa til í íslenskum þjóðarbúskap," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Greining Íslandsbanka segir að ekkert sé að marka tölur Hagstofunnar um hagvöxt og breytingar á landsframleiðslunni milli ára og ársfjórðunga.Greining fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að það vakti nokkra eftirtekt þegar fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sögðu í lok júní síðastliðins að kreppunni á Íslandi væri tæknilega lokið þar sem hagvöxtur hafði mælst hér á landi tvo ársfjórðunga í röð.Vísuðu fulltrúar sjóðsins þar til talna sem Hagstofan hafði birt fyrr í þeim mánuði og sýndu að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla hafði vaxið á fjórða ársfjórðungi í fyrra um 0,7% frá ársfjórðunginum á undan og um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs frá fjórða ársfjórðungi í fyrra.Tölur dregnar upp úr hatti„Þessar árstíðarleiðréttu landsframleiðslutölur höfðu lítið verið notaðar í umræðunni um efnahagsmál hér á landi fram að því að AGS dró þær upp úr hatti sínum þarna í júní en mikið hefur verið gert úr þessum tölum síðan og mun meira en innistæða er fyrir að okkar mati," segir í Morgunkorninu.Endurskoðaðar tölur sem Hagstofan birti síðastliðinn föstudag sýna að á ofangreindu tímabili var samdráttur en ekki hagvöxtur. Þannig var samdrátturinn 0,3% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og 1,2% samdráttur varð á fyrsta fjórðungi í ár. Niðurstaða stofnunarinnar er einnig að samdráttur hafi verið 3,1% á öðrum ársfjórðungi í ár og þar með að hert hafi á samdrættinum fremur en hitt ef menn vilja túlka tölurnar bókstaflega.Vitræn túlkun ómögulegGreining segir að í raun sé ekki hægt að byggja neina vitræna túlkun á þessum tölum. Sveiflurnar í þeim á milli birtinga Hagstofunnar eru svo miklar að best er að fara afar varlega í alla slíka túlkun. Þannig var Hagstofan, svo dæmi sé tekið, að birta endurskoðaðar tölur fyrir annan ársfjórðung 2008 þ.e. tvö ár aftur í tímann nú síðastliðinn föstudag. Telur stofnunin nú að þá hafi verið 0,8% samdráttur á þeim ársfjórðungi en fyrst þegar tölur fyrir þann ársfjórðung voru birtar taldi stofnunin að þá hefði verið 4,9% hagvöxtur.Í þeim átta endurskoðunum sem hagvaxtartölur fyrir þann ársfjórðung hafa gengið í gegnum hjá stofnuninni á þessu tveggja ára tímabili hefur hagvaxtartalan staðið hæst í 4,9% og lægst í 4,2% samdrætti. Sveiflan er 9,1 prósentustig og nær því yfir allan skalann i túlkun, allt frá miklum hagvexti yfir í mikinn samdrátt.Fjaðrafokið nú er m.a. vegna þess að hagvaxtartölur fyrsta ársfjórðungs í ár hafa verið endurskoðaðar. Endurskoðunin ætti samt ekkert að koma á óvart. Hagstofan er t.d. enn að endurskoða hagvaxtartölur fyrsta ársfjórðungs 2008 sem hljóðuðu fyrst þegar þær voru birtar upp á 3,7% samdrátt á því tímabili. Eftir sjö endurskoðanir á þeirri tölu var stofnunin komin á þá skoðun í mars í fyrra að í raun hefði ekki verið samdráttur á þessu tímabili heldur 4,3% hagvöxtur.Miklar sveiflur í tölunumNú á föstudaginn þegar stofnunin birti sína níundu endurskoðun á þessum hagvaxtartölum fyrir fyrsta ársfjórðung 2008 var niðurstaðan 1,8% hagvöxtur. Sveiflan í tölunum fyrir þennan eina ársfjórðung hefur verið átta prósentustig á þessu ríflega tveggja ára tímabili. Tölurnar sýndu fyrst mikinn samdrátt, síðan stöðnun, síðan mikinn hagvöxt og loks lítilsháttar vöxt.Nefna má fjölmörg önnur sambærileg dæmi úr sögu Hagstofunnar um árstíðaleiðréttan hagvöxt á milli ársfjórðunga. Má nefna til viðbótar við þau dæmi sem hér hafa verið nefnd að fjórtánda endurskoðun á fjórða fjórðungi 2006 var birt á föstudaginn og hefur niðurstaðan farið úr því að segja að á þessum fjórðungi hafi verið hagvöxtur, stöðnun, samdráttur, síðan mikill hagvöxtur og loks talsverð kreppa.Byggt á sandi„Niðurstaðan er sú að það er ekkert byggjandi á þessum tölum. Fulltrúar AGS stóðu því á sandi þegar þeir sögðu að kreppan væri tæknilega liðin hjá á grundvelli þessara talna. Og að sama skapi standa þeir einnig á sandi sem nú halda því fram á grundvelli sömu talna að kreppan sé enn til staðar og að ekkert sé að rofa til í íslenskum þjóðarbúskap," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira