Aðild að ESB og upptaka evru leysir myntvandann 12. nóvember 2010 06:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Illugi Gunnarsson þingmaður, Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri Gamma, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Ragnar Árnason prófessor, ræddu stjórn peningamála á Hótel Loftleiðum. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg klárt að aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu myndi leysa myntvandann sem birtist í fjármálakreppunni hér, bæði frá sjónarhóli verðstöðugleika og frá sjónarhóli fjármálastöðugleika,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) um peningamál í gær. Um leið áréttaði hann að landið gæti samt komið sér í vandamál varðandi fjármálastöðugleika eftir öðrum leiðum. „En auðvitað er það þannig að þessi aðild er óviss og á í besta falli langt í land. Þess vegna þarf að móta peningastefnu sem getur dugað þangað til og til frambúðar ef á þarf að halda,“ sagði Már. Stefnuna sem seðlabankastjóri talar fyrir kallar hann „verðbólgumarkmið plús“, en aðrir valkostir í stjórn peningamála segir hann vera einhliða fastgengi, annaðhvort hefðbundið eða með myntráði, og svo einhliða upptöku annarrar myntar. Fastgengi segir Már annaðhvort kalla á viðvarandi gjaldeyrishöft eða öflugan gjaldeyrisforða svo hægt sé að verja gengið. Báðar leiðir séu afar kostnaðarsamar. Þá fylgi myntráði líka vandamál sem lýsi sér í hættunni á alvarlegu gengisfalli þegar að því kemur og benti á fordæmi Argentínu. Þá sé einhliða upptaka evru líka hættuleg. „Þá er engin trygging fyrir neinni lánsfjár- eða lausafjártryggingu í þeirri mynt,“ sagði hann og kvað peningastefnukerfi þurfa að þola sveiflu í báðar áttir. „Sveiflan niður á við kemur alltaf líka,“ sagði hann og benti um leið á að ekkert vit væri heldur í að eyða gjaldeyrisforðanum í að kaupa evrur, ef hægt væri með samningum að skipta honum út fyrir evrur. Leiðin sem Má hugnast best er verðbólgumarkmið sem tengt yrði almennum hagtölum á betri hátt en áður. Stuðningur frá ríkisfjármálum yrði að vera betri en áður, varúðarreglur yrðu að vera góðar og sterkt fjármálaeftirlit. Þá þyrfti hömlur á alþjóðlega bankastarfsemi, svo lengi sem þjóðin væri utan stærra myntsvæðis, auk fleiri þátta. Már sagði að þótt lítil fjármálalega samþætt hagkerfi á borð við Ísland, Nýja-Sjáland og fleiri lönd, gætu fræðilega haft fljótandi mynt án áhættu fyrir fjármálastöðugleika, sýndu rannsóknir að gengi gjaldmiðla þeirra hefði tilhneigingu til óþekktar, að minnsta kosti til skemmri tíma. „Dæmi um það er auðvitað vaxtamunarviðskiptin,“ sagði hann. Illugi Gunnarsson, þingmaður í leyfi, var einnig með framsögu á fundinum. Hann fjallaði líka um vaxtamunarviðskipti og benti á að þau kæmu tæpast til með að hverfa. Spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði störfuðu samkvæmt Svartaskólaheilkenninu sem fólk þekkir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar af Sæmundi fróða. Skrattinn hirti nefnilega bara þann nemanda sem síðastur var út. Gjaldeyrisbraskarar veðja allir á að þeir nái að forða sér, en einhver annar tapi. Reynslan sýndi að hér væri ekki hægt í opnu hagkerfi að hækka vexti mikið umfram það sem gerðist í viðskiptalöndum okkar. Niðurstaða Illuga var að horfast yrði í augu við kostnaðinn af því að halda hér úti krónu, en hann endurspeglaðist annaðhvort í gengissveiflum eða einhvers slags hömlum, og kostnaði sem þær hefðu í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem sat í pallborði á fundi FVH, benti á að þær hafi verið fáar raddirnar á árunum fyrir hrun, 2005, 2006 og 2007, sem haft hafi uppi gagnrýni á stjórn peningamála og lítið á þær hlustað. „Við erum núna meira og minna sammála um mistökin sem voru gerð,“ sagði hann, en kvaðst í stórum dráttum sammála greiningu Illuga og Más á þeim vandamálum sem nú væri staðið frammi fyrir við stjórn peningamála. Ýmislegt væri hægt að gera strax til að forða líkum á öðru hruni, svo sem að sveitarfélög skuldsetji sig innan einhverra marka og taki ekki erlend lán, fremur en almenningur með tekjur í krónum. olikr@frettabladid.is Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Það er alveg klárt að aðild að Evrópusambandinu og evrusvæðinu myndi leysa myntvandann sem birtist í fjármálakreppunni hér, bæði frá sjónarhóli verðstöðugleika og frá sjónarhóli fjármálastöðugleika,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) um peningamál í gær. Um leið áréttaði hann að landið gæti samt komið sér í vandamál varðandi fjármálastöðugleika eftir öðrum leiðum. „En auðvitað er það þannig að þessi aðild er óviss og á í besta falli langt í land. Þess vegna þarf að móta peningastefnu sem getur dugað þangað til og til frambúðar ef á þarf að halda,“ sagði Már. Stefnuna sem seðlabankastjóri talar fyrir kallar hann „verðbólgumarkmið plús“, en aðrir valkostir í stjórn peningamála segir hann vera einhliða fastgengi, annaðhvort hefðbundið eða með myntráði, og svo einhliða upptöku annarrar myntar. Fastgengi segir Már annaðhvort kalla á viðvarandi gjaldeyrishöft eða öflugan gjaldeyrisforða svo hægt sé að verja gengið. Báðar leiðir séu afar kostnaðarsamar. Þá fylgi myntráði líka vandamál sem lýsi sér í hættunni á alvarlegu gengisfalli þegar að því kemur og benti á fordæmi Argentínu. Þá sé einhliða upptaka evru líka hættuleg. „Þá er engin trygging fyrir neinni lánsfjár- eða lausafjártryggingu í þeirri mynt,“ sagði hann og kvað peningastefnukerfi þurfa að þola sveiflu í báðar áttir. „Sveiflan niður á við kemur alltaf líka,“ sagði hann og benti um leið á að ekkert vit væri heldur í að eyða gjaldeyrisforðanum í að kaupa evrur, ef hægt væri með samningum að skipta honum út fyrir evrur. Leiðin sem Má hugnast best er verðbólgumarkmið sem tengt yrði almennum hagtölum á betri hátt en áður. Stuðningur frá ríkisfjármálum yrði að vera betri en áður, varúðarreglur yrðu að vera góðar og sterkt fjármálaeftirlit. Þá þyrfti hömlur á alþjóðlega bankastarfsemi, svo lengi sem þjóðin væri utan stærra myntsvæðis, auk fleiri þátta. Már sagði að þótt lítil fjármálalega samþætt hagkerfi á borð við Ísland, Nýja-Sjáland og fleiri lönd, gætu fræðilega haft fljótandi mynt án áhættu fyrir fjármálastöðugleika, sýndu rannsóknir að gengi gjaldmiðla þeirra hefði tilhneigingu til óþekktar, að minnsta kosti til skemmri tíma. „Dæmi um það er auðvitað vaxtamunarviðskiptin,“ sagði hann. Illugi Gunnarsson, þingmaður í leyfi, var einnig með framsögu á fundinum. Hann fjallaði líka um vaxtamunarviðskipti og benti á að þau kæmu tæpast til með að hverfa. Spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði störfuðu samkvæmt Svartaskólaheilkenninu sem fólk þekkir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar af Sæmundi fróða. Skrattinn hirti nefnilega bara þann nemanda sem síðastur var út. Gjaldeyrisbraskarar veðja allir á að þeir nái að forða sér, en einhver annar tapi. Reynslan sýndi að hér væri ekki hægt í opnu hagkerfi að hækka vexti mikið umfram það sem gerðist í viðskiptalöndum okkar. Niðurstaða Illuga var að horfast yrði í augu við kostnaðinn af því að halda hér úti krónu, en hann endurspeglaðist annaðhvort í gengissveiflum eða einhvers slags hömlum, og kostnaði sem þær hefðu í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem sat í pallborði á fundi FVH, benti á að þær hafi verið fáar raddirnar á árunum fyrir hrun, 2005, 2006 og 2007, sem haft hafi uppi gagnrýni á stjórn peningamála og lítið á þær hlustað. „Við erum núna meira og minna sammála um mistökin sem voru gerð,“ sagði hann, en kvaðst í stórum dráttum sammála greiningu Illuga og Más á þeim vandamálum sem nú væri staðið frammi fyrir við stjórn peningamála. Ýmislegt væri hægt að gera strax til að forða líkum á öðru hruni, svo sem að sveitarfélög skuldsetji sig innan einhverra marka og taki ekki erlend lán, fremur en almenningur með tekjur í krónum. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira