Viðskipti innlent

Fleiri riftunarmál í farvatninu

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Fleiri riftunarmál eru í farvatninu hjá slitastjórn Landsbankans en nú þegar hefur slitastjórnin endurheimt einn milljarð króna með riftun ráðstafanna. Þeir sem riftunarmálin beinast að hafa fram til loka næstu viku til að svara slitastjórninni, að öðrum kosti verður þeim stefnt.

Fréttastofa greindi frá því í gær að slitastjórn Landsbankans telur að fyrrverandi eigendur og stjórnendur bankans beri skaðabótaskyldu gagnvart bankanum upp á 250 milljarða króna. Ákvörðun um skaðabótamál verður tekin á næstu vikum. Að auki vinnur slitastjórnin að riftun ráðstafanna upp á samtals um 90 milljarða króna.

Slitastjórnin sendi í síðustu viku nokkrar riftunaryfirlýsingar til fyrrverandi stjórnenda bankans, fjármálastofnana og annarra. Hlutaðeigandi hafa frest til loka næstu viku til að svara að öðrum kosti verður þeim stefnt. Nú þegar eru endurheimtur verðmæta vegna riftunar ráðstafanna einn milljaður króna. Fleiri riftunarmál munu vera í farvatninu. Líklegt er að fleiri riftunaryfirlýsingar verði sendar út í sumar og með haustinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×