Aktu Taktu óheimilt að nota orðið Twister 15. nóvember 2010 14:09 Hérðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Aktu Taktu sé óheimilt að nota orðið Twister á matseðlum sínum. Kentucky Fried Chicken (KFC) í Bandaríkjunum eigi réttinn á þessu vörumerki. KFC höfðaði mál gegn Aktu Taktu vegna málsins. Í dómsorði segir að Aktu Taktu hafi 30 daga til að fjarlægja nafnið af matseðlum sínum en sæti 50.000 kr. dagsektum ella. Jafnframt var Aktu Taktu gert að greiða 800 þúsund kr. málskostnað. Í niðurstöður dómsins segir að KFC á skráð vörumerkið TWISTER í tveimur flokkum fyrir matvæli. Með þessu merki er tekið þekkt orð í enskri tungu og það notað til að auðkenna tiltekna gerð matvæla. Fær heitið þannig lítillega yfirfærða merkingu sem auðveldar merkinu að aðgreina vöru KFC frá vöru annarra. Aktu taktu hafi ekki sýnt fram á að heitið verði að teljast almennt og að það hafi glatað sérkennum sínum. Þvert á móti verður merkið talið hafa rík sérkenni og vera vel til þess fallið að aðgreina tiltekna matvöru, eða matvöru sem framreidd er á ákveðinn hátt frá annarri vöru. Með því að nota þetta heiti í samsetningunni TACO TWISTER hefur Aktu Taktu nýtt sér þetta skráða merki KFC í samsetningu, á sama hátt og KFC. Er augljóst að ruglingshætta er milli vörumerkis KFC og merkis Aktu Taktu. Hefur Aktu Taktu ekki heimild til að notfæra sér merki KFC með þessum hætti, jafnvel þó hann noti það einungis inni á veitingastöðum sínum. Hér skiptir engu máli þó Aktu Taktu hafi gert sennilegt að aðrir aðilar kunni að hafa notað svipað heiti, en hann hefur ekki skýrt heimild þeirra aðila til þeirrar notkunar. Aktu Taktu segir að þeir hafi byrjað að nota merkið TACO TWISTER á árinu 2004. Þá hafði KFC þegar skráð merki sitt. Var Aktu Taktu því óheimilt að nota umrætt heiti. Í dómsorði segir að Aktu Taktu er óheimilt að nota vörumerkið TWISTER í atvinnustarfsemi sinni, hvort sem er á matseðlum, í kynningum, á heimasíðum eða á annan sambærilegan hátt. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hérðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Aktu Taktu sé óheimilt að nota orðið Twister á matseðlum sínum. Kentucky Fried Chicken (KFC) í Bandaríkjunum eigi réttinn á þessu vörumerki. KFC höfðaði mál gegn Aktu Taktu vegna málsins. Í dómsorði segir að Aktu Taktu hafi 30 daga til að fjarlægja nafnið af matseðlum sínum en sæti 50.000 kr. dagsektum ella. Jafnframt var Aktu Taktu gert að greiða 800 þúsund kr. málskostnað. Í niðurstöður dómsins segir að KFC á skráð vörumerkið TWISTER í tveimur flokkum fyrir matvæli. Með þessu merki er tekið þekkt orð í enskri tungu og það notað til að auðkenna tiltekna gerð matvæla. Fær heitið þannig lítillega yfirfærða merkingu sem auðveldar merkinu að aðgreina vöru KFC frá vöru annarra. Aktu taktu hafi ekki sýnt fram á að heitið verði að teljast almennt og að það hafi glatað sérkennum sínum. Þvert á móti verður merkið talið hafa rík sérkenni og vera vel til þess fallið að aðgreina tiltekna matvöru, eða matvöru sem framreidd er á ákveðinn hátt frá annarri vöru. Með því að nota þetta heiti í samsetningunni TACO TWISTER hefur Aktu Taktu nýtt sér þetta skráða merki KFC í samsetningu, á sama hátt og KFC. Er augljóst að ruglingshætta er milli vörumerkis KFC og merkis Aktu Taktu. Hefur Aktu Taktu ekki heimild til að notfæra sér merki KFC með þessum hætti, jafnvel þó hann noti það einungis inni á veitingastöðum sínum. Hér skiptir engu máli þó Aktu Taktu hafi gert sennilegt að aðrir aðilar kunni að hafa notað svipað heiti, en hann hefur ekki skýrt heimild þeirra aðila til þeirrar notkunar. Aktu Taktu segir að þeir hafi byrjað að nota merkið TACO TWISTER á árinu 2004. Þá hafði KFC þegar skráð merki sitt. Var Aktu Taktu því óheimilt að nota umrætt heiti. Í dómsorði segir að Aktu Taktu er óheimilt að nota vörumerkið TWISTER í atvinnustarfsemi sinni, hvort sem er á matseðlum, í kynningum, á heimasíðum eða á annan sambærilegan hátt.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira