Skila verkferlar gegn kynferðisofbeldi árangri? 20. ágúst 2010 06:00 Á síðustu árum hafa skotið upp kollinum gömul mál þar sem ásakanir á hendur fyrrverandi biskupi Íslands um kynferðisofbeldi koma við sögu. Þegar ásakanirnar á hendur biskupi komu fram var ég í guðfræðinámi, sótti safnaðarstarf í Langholtskirkju og sinnti barnastarfi í afleysingum. Ég átti barn hjá dagmömmu í hverfinu. Við urðum góðir kunningjar og einn daginn trúði hún mér fyrir því að biskup Íslands, sem hefði m.a. gift þau hjónin hefði leitað á hana kynferðislega með nokkuð alvarlegum hætti. Hún sagði mér að þetta hefði legið á henni lengi og nú þegar hún ætti að ferma drenginn sinn í kirkjunni þar sem hann væri biskup liði henni enn þá verr með þetta mál. Nokkru síðar sagði hún mér að hún hefði ákveðið að reyna að gera eitthvað í málinu, stuttu seinna varð málið að blaðamáli. Þessi kona kom ekki fram í fjölmiðlum. Hún var ekki að leita að athygli heldur frekar að viðurkenningu á því að á henni hefði verið brotið. Konan leitaði til sóknarprests og varð þannig hluti af öðru deilumáli á þessum tíma, eftir það voru orð hennar enn frekar dregin í efa. Ég vildi eins og líklega aðrir innan kirkjunnar halda mér til hlés og ræddi þetta ekki mikið við hana. Í háskólanum og í kirkjunni hlustaði ég á umræður um málið. Ég heyrði mæta menn segja hluti eins og „þær mega nú bara vera upp með sér að biskupinn sýni þeim áhuga" og „ég hef sjálfur borðað með biskupinum og talað við konuna hans og þau eru bæði yndislegt fólk, þess vegna getur þetta ekki verið satt". Fyrst hélt ég að kirkja myndi standa með konunum. Eftir að hafa hlustað á samræður í nokkurn tíma grunaði mig að hún gæti ekki tekist á við málið. Eftir því sem ég hlustaði meira varð ég sannfærðari um að lítið yrði gert. Undir það síðasta þegar konan var orðin mjög þreytt á fjölmiðlaumfjöllun og grófu umtali stoppaði hún mig úti á götu. Hún sagði mér frá baráttu sinni og því álagi sem því hefði fylgt. Að síðustu sagðist hún vera í góðu sambandi við presta og taldi víst að kirkjan ætlaði að standa með henni og finna leið út úr málinu. „Vertu bara ekki of viss um það," sagði ég að lokum. Það var einkennileg stund þegar við kvöddumst. Kannski vissum við þá báðar að lítið yrði gert, það er erfitt að eiga við kunningjasamfélagið. Ég er ekki viss um að kirkjan geti bætt upp þann trúverðugleika sem hún hefur misst á síðustu árum. Til kirkjunnar leita margir í neyð og allur hálfsannleikur rýrir það traust sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður. Opin umræða, öflug barátta, afdráttarlausar yfirlýsingar og skýrar verklagsreglur verða að vera í forgangi. Ef kirkjan notar ekki alla sína krafta til að leita sannleikans í hverju máli er málið tapað. Þó ég sé guðfræðingur hef ég ekki starfað sem slík og ekki hef ég heldur kynnt mér verkferla innan kirkjunnar, en þegar málin horfa svona fyrir áhugasömum leikmanni, þá hlýtur eitthvað að vera að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa skotið upp kollinum gömul mál þar sem ásakanir á hendur fyrrverandi biskupi Íslands um kynferðisofbeldi koma við sögu. Þegar ásakanirnar á hendur biskupi komu fram var ég í guðfræðinámi, sótti safnaðarstarf í Langholtskirkju og sinnti barnastarfi í afleysingum. Ég átti barn hjá dagmömmu í hverfinu. Við urðum góðir kunningjar og einn daginn trúði hún mér fyrir því að biskup Íslands, sem hefði m.a. gift þau hjónin hefði leitað á hana kynferðislega með nokkuð alvarlegum hætti. Hún sagði mér að þetta hefði legið á henni lengi og nú þegar hún ætti að ferma drenginn sinn í kirkjunni þar sem hann væri biskup liði henni enn þá verr með þetta mál. Nokkru síðar sagði hún mér að hún hefði ákveðið að reyna að gera eitthvað í málinu, stuttu seinna varð málið að blaðamáli. Þessi kona kom ekki fram í fjölmiðlum. Hún var ekki að leita að athygli heldur frekar að viðurkenningu á því að á henni hefði verið brotið. Konan leitaði til sóknarprests og varð þannig hluti af öðru deilumáli á þessum tíma, eftir það voru orð hennar enn frekar dregin í efa. Ég vildi eins og líklega aðrir innan kirkjunnar halda mér til hlés og ræddi þetta ekki mikið við hana. Í háskólanum og í kirkjunni hlustaði ég á umræður um málið. Ég heyrði mæta menn segja hluti eins og „þær mega nú bara vera upp með sér að biskupinn sýni þeim áhuga" og „ég hef sjálfur borðað með biskupinum og talað við konuna hans og þau eru bæði yndislegt fólk, þess vegna getur þetta ekki verið satt". Fyrst hélt ég að kirkja myndi standa með konunum. Eftir að hafa hlustað á samræður í nokkurn tíma grunaði mig að hún gæti ekki tekist á við málið. Eftir því sem ég hlustaði meira varð ég sannfærðari um að lítið yrði gert. Undir það síðasta þegar konan var orðin mjög þreytt á fjölmiðlaumfjöllun og grófu umtali stoppaði hún mig úti á götu. Hún sagði mér frá baráttu sinni og því álagi sem því hefði fylgt. Að síðustu sagðist hún vera í góðu sambandi við presta og taldi víst að kirkjan ætlaði að standa með henni og finna leið út úr málinu. „Vertu bara ekki of viss um það," sagði ég að lokum. Það var einkennileg stund þegar við kvöddumst. Kannski vissum við þá báðar að lítið yrði gert, það er erfitt að eiga við kunningjasamfélagið. Ég er ekki viss um að kirkjan geti bætt upp þann trúverðugleika sem hún hefur misst á síðustu árum. Til kirkjunnar leita margir í neyð og allur hálfsannleikur rýrir það traust sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður. Opin umræða, öflug barátta, afdráttarlausar yfirlýsingar og skýrar verklagsreglur verða að vera í forgangi. Ef kirkjan notar ekki alla sína krafta til að leita sannleikans í hverju máli er málið tapað. Þó ég sé guðfræðingur hef ég ekki starfað sem slík og ekki hef ég heldur kynnt mér verkferla innan kirkjunnar, en þegar málin horfa svona fyrir áhugasömum leikmanni, þá hlýtur eitthvað að vera að.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun