Innlent

Skýr krafa um að ESB umsókn verði dregin til baka

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu breytingartillögu við stjórnmálaályktun landsfundarins þar sem sem fundurinn leggur fram skýra kröfu um að umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dreginn til baka án tafar.

Að því loknu bar Ragnheiður Ríkharðsdóttir fundarstjóri upp stjórnmálaályktun flokksins með öllum breytingum og var hún samþykkt af landsfundargestum.

Bjarni Benediktsson steig þá í pontu og hélt ræðu þar sem hann þakkaði flokksfélögum fyrir góðan fund sem hefði tekist vel. Boðið hafi verið upp á ýmsar nýjungar og sagði hann sérstakt gleðiefni að tekist hafi að halda landsfund að þessu sinni með mun minni tilkostnaði en oft áður.

Að lokum sagði Bjarni: „Það er bara ein leið, áfram!" Að því loknu sleit hann þessum 39 landsfundi Sjálfstæðisflokksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×