Nautum hleypt á graða Breta Óli Tynes skrifar 8. nóvember 2010 14:44 Munu menn þá eiga fótum fjör að launa. Með illu skal illt út reka. Þetta er niðurstaða bæjarstjórnarinnar í breska smábænum Puttenham. Íbúar þar eru um 2500 talsins og bærinn er klukkustundar akstur frá Lundúnum. Það er nálægðin við syndabælið höfuðborgina sem veldur íbúum í Puttenham hugarangri. Þaðan streymir nefnilega fólk til að stunda það sem kallað er „Dogging." Þetta fyrirbæri felst í því í stuttu máli að hafa mök utan dyra að öðrum ásjáandi. Oft er það jafnvel fólk sem er að hittast í fyrsta skipti en hefur mælt sér mót á netinu. Við Puttenham eru bleikir akrar og slegin tún og þar þykir fólki gott að stunda ástarleiki, íbúunum til mikillar armæðu. Jules Perkins segir að á góðum degi megi sjá óteljandi rassa ganga upp og niður á ökrunum. Hún segir í blaðinu Puttenham Journal frá gönguferð þar sem hún kom að tveimur allsberum karlmönnum sem sátu og horfðu á mann og konu í samförum. Rétt þar hjá voru allsberir karlar í sólbaði. Og í runna fann hún bleikan titrara sem hún afhenti lögreglunni. „Þeir spurðu hvað í ósköpunum þeir ættu að gera við hann. Ég sagði þeim að setja hann bara í tapað fundið. Við erum heiðarlegt fólk í þessari sveit." Opinberar samfarir eru hálf-löglegar í Bretlandi. Þar er aðeins talið lögbrot ef einhver sem sér það móðgast og er reiðubúinn að leggja fram formlega ákæru. Íbúum í Puttenham finnst þeir hafa séð nóg og hafa krafið bæjarstjórnina um aðgerðir. Hún tregðaðist lengi við en telur sig nú hafa fundið mögulega lausn. Akrarnir eru flestir afgirtir og lausnin felst í því að sleppa þar stórum nautum. Íbúi í Puttenham er þó ekki á því að málið verði leyst þannig. „Þetta er hlægilegt. Halda þeir virkilega að hópur af perrum missi lystina af því að það eru naut í grendinni? Þeir yrðu sjálfsagt bara enn graðari." Á það reynir tæpast fyrr en næsta sumar. Það er nú svo kalt í Bretlandi að jafnvel hörðustu doggarar halda sig innan dyra. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Með illu skal illt út reka. Þetta er niðurstaða bæjarstjórnarinnar í breska smábænum Puttenham. Íbúar þar eru um 2500 talsins og bærinn er klukkustundar akstur frá Lundúnum. Það er nálægðin við syndabælið höfuðborgina sem veldur íbúum í Puttenham hugarangri. Þaðan streymir nefnilega fólk til að stunda það sem kallað er „Dogging." Þetta fyrirbæri felst í því í stuttu máli að hafa mök utan dyra að öðrum ásjáandi. Oft er það jafnvel fólk sem er að hittast í fyrsta skipti en hefur mælt sér mót á netinu. Við Puttenham eru bleikir akrar og slegin tún og þar þykir fólki gott að stunda ástarleiki, íbúunum til mikillar armæðu. Jules Perkins segir að á góðum degi megi sjá óteljandi rassa ganga upp og niður á ökrunum. Hún segir í blaðinu Puttenham Journal frá gönguferð þar sem hún kom að tveimur allsberum karlmönnum sem sátu og horfðu á mann og konu í samförum. Rétt þar hjá voru allsberir karlar í sólbaði. Og í runna fann hún bleikan titrara sem hún afhenti lögreglunni. „Þeir spurðu hvað í ósköpunum þeir ættu að gera við hann. Ég sagði þeim að setja hann bara í tapað fundið. Við erum heiðarlegt fólk í þessari sveit." Opinberar samfarir eru hálf-löglegar í Bretlandi. Þar er aðeins talið lögbrot ef einhver sem sér það móðgast og er reiðubúinn að leggja fram formlega ákæru. Íbúum í Puttenham finnst þeir hafa séð nóg og hafa krafið bæjarstjórnina um aðgerðir. Hún tregðaðist lengi við en telur sig nú hafa fundið mögulega lausn. Akrarnir eru flestir afgirtir og lausnin felst í því að sleppa þar stórum nautum. Íbúi í Puttenham er þó ekki á því að málið verði leyst þannig. „Þetta er hlægilegt. Halda þeir virkilega að hópur af perrum missi lystina af því að það eru naut í grendinni? Þeir yrðu sjálfsagt bara enn graðari." Á það reynir tæpast fyrr en næsta sumar. Það er nú svo kalt í Bretlandi að jafnvel hörðustu doggarar halda sig innan dyra.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira