Vægi stjórnarskrárinnar 1. apríl 2010 06:00 Loftur Jóhannsson skrifar um verkfallsréttinn Í nóvember árið 2001 hótaði Davíð Oddson forsætisráðhera að afnema verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Í mars 2010, nánar til tekið þann 11. mars, ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að afnema verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Á aðgerðum þessara tveggja ríkisstjórna er enginn eðlismunur en stigsmunur nokkur. Davíð Oddsson hafði þann manndóm að boða flugumferðarstjóra á sinn fund og hóta þeim augliti til auglits. Flugumferðarstjórar höfðu spurnir af áformum Jóhönnu og Steingríms, eftir að ríkisstjórnin var búin að kalla til þingheim til að stimpla frumvarpið sem samgönguráðherrann veifaði svo rogginn framan í alþjóð. Niðurstaðan varð sú sama, flugumferðarstjórar aflýstu boðuðum verkföllum sínum. Í 74. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um rétt manna til að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að við afmörkun á inntaki ákvæðisins sé rétt að líta til alþjóðlegra mannréttindasáttmála (sjá álit umboðsmanns nr. 3409/2002). Sérstaklega bendir hann á mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur verið lögfestur hér á landi (lög nr. 62/1994) en í 11. gr. sáttmálans felst að stéttarfélögum sé heimilt að beita aðgerðum, þar með talið verkföllum, til að gæta starfstengdra hagsmuna félagsmanna sinna. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 14. nóvember 2002 (mál nr. 167/2002) er verkfallsréttur ekki háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi. Umboðsmaður bendir einnig á að Íslendingar hafi undirgengist skuldbindingar samkvæmt fleiri alþjóðasáttmálum sem fjalla um verkfallsréttinn, s.s. félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þá hafa margar samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) verið túlkaðar þannig að þær feli í sér vernd verkfallsréttarins og að hann sé grundvallarréttur launafólks og lögleg aðferð til að verja fjárhagslega og félagslega hagsmuni þess. Bann við verkföllum geti því einungis samrýmst ofangreindum samþykktum þar sem truflun á starfsemi gæti stofnað í hættu lífi, persónulegu öryggi eða heilsu allrar þjóðarinnar eða hluta hennar. Stjórnarskráin er sett af stjórnarskrárgjafanum sem grundvallarlög íslenska ríkisins og æðri öðrum lögum. Í bók sinni, Stjórnskipunarréttur, telur Gunnar G. Schram það meginlögskýringarreglu í íslenskum sem erlendum rétti að almenn lög skuli ekki brjóta í bága við stjórnarskrána. Hæstiréttur Bandaríkjanna lýsti einmitt stöðu stjórnarskrárinnar gagvart öðrum lögum í því fræga máli „Marbury gegn Madison" en í niðurstöðu dómsins skrifaði John Marshall, forseti réttarins (þýðing undirritaðs): Stjórnarskráin er annað hvort æðst laga og verður ekki breytt með venjulegri lagasetningu, eða hún er eins og hver önnur lög og verður þá breytt hvenær sem löggjafinn sér ástæðu til. Ef hið fyrra er rétt getur lagasetning sem brýtur í bága við stjórnarskránna ekki verið lög. Ef hið seinna er rétt eru skrifaðar stjórnarskrár aðeins fáránlegar tilraunir fólksins til að setja bönd á vald sem eðli málsins samkvæmt verður ekki bundið. Það hefur sýnt sig að afstaða Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna til stjórnarskrárvarinna mannréttinda launafólks fer eftir því hvort þessir flokkar sitja í stjórn eða stjórnarandstöðu, samanber umræður á Alþingi um lög á verkfall sjómanna árið 2001. „Hér er ekki verið að setja lög. Hér er verið að setja ólög. Ég mótmæli vinnubrögðum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar" sagði Steingrímur J. Sigfússon við það tækifæri. „Verkfallsvopnið er helgasti réttur launafólks. Hér er verið að mölva það. Ég get ekki stutt það" sagði Össur Skarphéðinsson. Framsóknarflokkurinn barðist fyrir afnámi verkfallsréttar sjómanna þegar þeir sátu í stjórn í skjóli Davíðs Oddssonar árið 2001 en sátu hjá þegar kosið var um lög á verkfall flugvirkja nýlega. Stjórnvöld geta hinsvegar alltaf reitt sig á stuðning Sjálfstæðisflokksins til að koma fram vilja sínum gagnvart stéttarfélögum í trássi við stjórnarskrá. Það er sorglegt, en því miður staðreynd, að á Alþingi Íslendinga er aðeins einn flokkur, Hreyfingin, með hreinan skjöld þegar kemur að stjórnarskrárvörðum réttindum launafólks. Skiptir stjórnarskráin annars nokkru máli? Höfundur er flugumferðarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Loftur Jóhannsson skrifar um verkfallsréttinn Í nóvember árið 2001 hótaði Davíð Oddson forsætisráðhera að afnema verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Í mars 2010, nánar til tekið þann 11. mars, ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að afnema verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Á aðgerðum þessara tveggja ríkisstjórna er enginn eðlismunur en stigsmunur nokkur. Davíð Oddsson hafði þann manndóm að boða flugumferðarstjóra á sinn fund og hóta þeim augliti til auglits. Flugumferðarstjórar höfðu spurnir af áformum Jóhönnu og Steingríms, eftir að ríkisstjórnin var búin að kalla til þingheim til að stimpla frumvarpið sem samgönguráðherrann veifaði svo rogginn framan í alþjóð. Niðurstaðan varð sú sama, flugumferðarstjórar aflýstu boðuðum verkföllum sínum. Í 74. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um rétt manna til að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að við afmörkun á inntaki ákvæðisins sé rétt að líta til alþjóðlegra mannréttindasáttmála (sjá álit umboðsmanns nr. 3409/2002). Sérstaklega bendir hann á mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur verið lögfestur hér á landi (lög nr. 62/1994) en í 11. gr. sáttmálans felst að stéttarfélögum sé heimilt að beita aðgerðum, þar með talið verkföllum, til að gæta starfstengdra hagsmuna félagsmanna sinna. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 14. nóvember 2002 (mál nr. 167/2002) er verkfallsréttur ekki háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi. Umboðsmaður bendir einnig á að Íslendingar hafi undirgengist skuldbindingar samkvæmt fleiri alþjóðasáttmálum sem fjalla um verkfallsréttinn, s.s. félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þá hafa margar samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) verið túlkaðar þannig að þær feli í sér vernd verkfallsréttarins og að hann sé grundvallarréttur launafólks og lögleg aðferð til að verja fjárhagslega og félagslega hagsmuni þess. Bann við verkföllum geti því einungis samrýmst ofangreindum samþykktum þar sem truflun á starfsemi gæti stofnað í hættu lífi, persónulegu öryggi eða heilsu allrar þjóðarinnar eða hluta hennar. Stjórnarskráin er sett af stjórnarskrárgjafanum sem grundvallarlög íslenska ríkisins og æðri öðrum lögum. Í bók sinni, Stjórnskipunarréttur, telur Gunnar G. Schram það meginlögskýringarreglu í íslenskum sem erlendum rétti að almenn lög skuli ekki brjóta í bága við stjórnarskrána. Hæstiréttur Bandaríkjanna lýsti einmitt stöðu stjórnarskrárinnar gagvart öðrum lögum í því fræga máli „Marbury gegn Madison" en í niðurstöðu dómsins skrifaði John Marshall, forseti réttarins (þýðing undirritaðs): Stjórnarskráin er annað hvort æðst laga og verður ekki breytt með venjulegri lagasetningu, eða hún er eins og hver önnur lög og verður þá breytt hvenær sem löggjafinn sér ástæðu til. Ef hið fyrra er rétt getur lagasetning sem brýtur í bága við stjórnarskránna ekki verið lög. Ef hið seinna er rétt eru skrifaðar stjórnarskrár aðeins fáránlegar tilraunir fólksins til að setja bönd á vald sem eðli málsins samkvæmt verður ekki bundið. Það hefur sýnt sig að afstaða Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna til stjórnarskrárvarinna mannréttinda launafólks fer eftir því hvort þessir flokkar sitja í stjórn eða stjórnarandstöðu, samanber umræður á Alþingi um lög á verkfall sjómanna árið 2001. „Hér er ekki verið að setja lög. Hér er verið að setja ólög. Ég mótmæli vinnubrögðum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar" sagði Steingrímur J. Sigfússon við það tækifæri. „Verkfallsvopnið er helgasti réttur launafólks. Hér er verið að mölva það. Ég get ekki stutt það" sagði Össur Skarphéðinsson. Framsóknarflokkurinn barðist fyrir afnámi verkfallsréttar sjómanna þegar þeir sátu í stjórn í skjóli Davíðs Oddssonar árið 2001 en sátu hjá þegar kosið var um lög á verkfall flugvirkja nýlega. Stjórnvöld geta hinsvegar alltaf reitt sig á stuðning Sjálfstæðisflokksins til að koma fram vilja sínum gagnvart stéttarfélögum í trássi við stjórnarskrá. Það er sorglegt, en því miður staðreynd, að á Alþingi Íslendinga er aðeins einn flokkur, Hreyfingin, með hreinan skjöld þegar kemur að stjórnarskrárvörðum réttindum launafólks. Skiptir stjórnarskráin annars nokkru máli? Höfundur er flugumferðarstjóri.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun