Vægi stjórnarskrárinnar 1. apríl 2010 06:00 Loftur Jóhannsson skrifar um verkfallsréttinn Í nóvember árið 2001 hótaði Davíð Oddson forsætisráðhera að afnema verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Í mars 2010, nánar til tekið þann 11. mars, ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að afnema verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Á aðgerðum þessara tveggja ríkisstjórna er enginn eðlismunur en stigsmunur nokkur. Davíð Oddsson hafði þann manndóm að boða flugumferðarstjóra á sinn fund og hóta þeim augliti til auglits. Flugumferðarstjórar höfðu spurnir af áformum Jóhönnu og Steingríms, eftir að ríkisstjórnin var búin að kalla til þingheim til að stimpla frumvarpið sem samgönguráðherrann veifaði svo rogginn framan í alþjóð. Niðurstaðan varð sú sama, flugumferðarstjórar aflýstu boðuðum verkföllum sínum. Í 74. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um rétt manna til að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að við afmörkun á inntaki ákvæðisins sé rétt að líta til alþjóðlegra mannréttindasáttmála (sjá álit umboðsmanns nr. 3409/2002). Sérstaklega bendir hann á mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur verið lögfestur hér á landi (lög nr. 62/1994) en í 11. gr. sáttmálans felst að stéttarfélögum sé heimilt að beita aðgerðum, þar með talið verkföllum, til að gæta starfstengdra hagsmuna félagsmanna sinna. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 14. nóvember 2002 (mál nr. 167/2002) er verkfallsréttur ekki háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi. Umboðsmaður bendir einnig á að Íslendingar hafi undirgengist skuldbindingar samkvæmt fleiri alþjóðasáttmálum sem fjalla um verkfallsréttinn, s.s. félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þá hafa margar samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) verið túlkaðar þannig að þær feli í sér vernd verkfallsréttarins og að hann sé grundvallarréttur launafólks og lögleg aðferð til að verja fjárhagslega og félagslega hagsmuni þess. Bann við verkföllum geti því einungis samrýmst ofangreindum samþykktum þar sem truflun á starfsemi gæti stofnað í hættu lífi, persónulegu öryggi eða heilsu allrar þjóðarinnar eða hluta hennar. Stjórnarskráin er sett af stjórnarskrárgjafanum sem grundvallarlög íslenska ríkisins og æðri öðrum lögum. Í bók sinni, Stjórnskipunarréttur, telur Gunnar G. Schram það meginlögskýringarreglu í íslenskum sem erlendum rétti að almenn lög skuli ekki brjóta í bága við stjórnarskrána. Hæstiréttur Bandaríkjanna lýsti einmitt stöðu stjórnarskrárinnar gagvart öðrum lögum í því fræga máli „Marbury gegn Madison" en í niðurstöðu dómsins skrifaði John Marshall, forseti réttarins (þýðing undirritaðs): Stjórnarskráin er annað hvort æðst laga og verður ekki breytt með venjulegri lagasetningu, eða hún er eins og hver önnur lög og verður þá breytt hvenær sem löggjafinn sér ástæðu til. Ef hið fyrra er rétt getur lagasetning sem brýtur í bága við stjórnarskránna ekki verið lög. Ef hið seinna er rétt eru skrifaðar stjórnarskrár aðeins fáránlegar tilraunir fólksins til að setja bönd á vald sem eðli málsins samkvæmt verður ekki bundið. Það hefur sýnt sig að afstaða Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna til stjórnarskrárvarinna mannréttinda launafólks fer eftir því hvort þessir flokkar sitja í stjórn eða stjórnarandstöðu, samanber umræður á Alþingi um lög á verkfall sjómanna árið 2001. „Hér er ekki verið að setja lög. Hér er verið að setja ólög. Ég mótmæli vinnubrögðum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar" sagði Steingrímur J. Sigfússon við það tækifæri. „Verkfallsvopnið er helgasti réttur launafólks. Hér er verið að mölva það. Ég get ekki stutt það" sagði Össur Skarphéðinsson. Framsóknarflokkurinn barðist fyrir afnámi verkfallsréttar sjómanna þegar þeir sátu í stjórn í skjóli Davíðs Oddssonar árið 2001 en sátu hjá þegar kosið var um lög á verkfall flugvirkja nýlega. Stjórnvöld geta hinsvegar alltaf reitt sig á stuðning Sjálfstæðisflokksins til að koma fram vilja sínum gagnvart stéttarfélögum í trássi við stjórnarskrá. Það er sorglegt, en því miður staðreynd, að á Alþingi Íslendinga er aðeins einn flokkur, Hreyfingin, með hreinan skjöld þegar kemur að stjórnarskrárvörðum réttindum launafólks. Skiptir stjórnarskráin annars nokkru máli? Höfundur er flugumferðarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Loftur Jóhannsson skrifar um verkfallsréttinn Í nóvember árið 2001 hótaði Davíð Oddson forsætisráðhera að afnema verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Í mars 2010, nánar til tekið þann 11. mars, ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að afnema verkfallsrétt flugumferðarstjóra með lögum. Á aðgerðum þessara tveggja ríkisstjórna er enginn eðlismunur en stigsmunur nokkur. Davíð Oddsson hafði þann manndóm að boða flugumferðarstjóra á sinn fund og hóta þeim augliti til auglits. Flugumferðarstjórar höfðu spurnir af áformum Jóhönnu og Steingríms, eftir að ríkisstjórnin var búin að kalla til þingheim til að stimpla frumvarpið sem samgönguráðherrann veifaði svo rogginn framan í alþjóð. Niðurstaðan varð sú sama, flugumferðarstjórar aflýstu boðuðum verkföllum sínum. Í 74. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um rétt manna til að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að við afmörkun á inntaki ákvæðisins sé rétt að líta til alþjóðlegra mannréttindasáttmála (sjá álit umboðsmanns nr. 3409/2002). Sérstaklega bendir hann á mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur verið lögfestur hér á landi (lög nr. 62/1994) en í 11. gr. sáttmálans felst að stéttarfélögum sé heimilt að beita aðgerðum, þar með talið verkföllum, til að gæta starfstengdra hagsmuna félagsmanna sinna. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 14. nóvember 2002 (mál nr. 167/2002) er verkfallsréttur ekki háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum og frelsi. Umboðsmaður bendir einnig á að Íslendingar hafi undirgengist skuldbindingar samkvæmt fleiri alþjóðasáttmálum sem fjalla um verkfallsréttinn, s.s. félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þá hafa margar samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) verið túlkaðar þannig að þær feli í sér vernd verkfallsréttarins og að hann sé grundvallarréttur launafólks og lögleg aðferð til að verja fjárhagslega og félagslega hagsmuni þess. Bann við verkföllum geti því einungis samrýmst ofangreindum samþykktum þar sem truflun á starfsemi gæti stofnað í hættu lífi, persónulegu öryggi eða heilsu allrar þjóðarinnar eða hluta hennar. Stjórnarskráin er sett af stjórnarskrárgjafanum sem grundvallarlög íslenska ríkisins og æðri öðrum lögum. Í bók sinni, Stjórnskipunarréttur, telur Gunnar G. Schram það meginlögskýringarreglu í íslenskum sem erlendum rétti að almenn lög skuli ekki brjóta í bága við stjórnarskrána. Hæstiréttur Bandaríkjanna lýsti einmitt stöðu stjórnarskrárinnar gagvart öðrum lögum í því fræga máli „Marbury gegn Madison" en í niðurstöðu dómsins skrifaði John Marshall, forseti réttarins (þýðing undirritaðs): Stjórnarskráin er annað hvort æðst laga og verður ekki breytt með venjulegri lagasetningu, eða hún er eins og hver önnur lög og verður þá breytt hvenær sem löggjafinn sér ástæðu til. Ef hið fyrra er rétt getur lagasetning sem brýtur í bága við stjórnarskránna ekki verið lög. Ef hið seinna er rétt eru skrifaðar stjórnarskrár aðeins fáránlegar tilraunir fólksins til að setja bönd á vald sem eðli málsins samkvæmt verður ekki bundið. Það hefur sýnt sig að afstaða Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna til stjórnarskrárvarinna mannréttinda launafólks fer eftir því hvort þessir flokkar sitja í stjórn eða stjórnarandstöðu, samanber umræður á Alþingi um lög á verkfall sjómanna árið 2001. „Hér er ekki verið að setja lög. Hér er verið að setja ólög. Ég mótmæli vinnubrögðum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar" sagði Steingrímur J. Sigfússon við það tækifæri. „Verkfallsvopnið er helgasti réttur launafólks. Hér er verið að mölva það. Ég get ekki stutt það" sagði Össur Skarphéðinsson. Framsóknarflokkurinn barðist fyrir afnámi verkfallsréttar sjómanna þegar þeir sátu í stjórn í skjóli Davíðs Oddssonar árið 2001 en sátu hjá þegar kosið var um lög á verkfall flugvirkja nýlega. Stjórnvöld geta hinsvegar alltaf reitt sig á stuðning Sjálfstæðisflokksins til að koma fram vilja sínum gagnvart stéttarfélögum í trássi við stjórnarskrá. Það er sorglegt, en því miður staðreynd, að á Alþingi Íslendinga er aðeins einn flokkur, Hreyfingin, með hreinan skjöld þegar kemur að stjórnarskrárvörðum réttindum launafólks. Skiptir stjórnarskráin annars nokkru máli? Höfundur er flugumferðarstjóri.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun