Innlent

Hyggjast skapa 100 ný störf í Grindavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsvarsmenn Grindavíkurbæjar og Carbon Recycling International skrifuðu undir samninginn í dag.
Forsvarsmenn Grindavíkurbæjar og Carbon Recycling International skrifuðu undir samninginn í dag.
Grindavíkurbær og Carbon Recycling International skrifuðu í dag undir samstarfssamning um byggingu á sambyggðri jarðvarma- og eldsneytisverksmiðju að Eldvörpum við Grindavík.

Í tilkynningu frá Grindavíkurbæ kemur fram að fyrirhuguð verksmiðja muni framleiða allt að 100 milljón lítra af eldsneyti, mestmegnis til útflutnings og nýta til þess 50 MW af raforku frá sambyggðri jarðvarmavirkjun. Markmið þessara verksmiðju er að öll raforka verði framleidd í verksmiðjunni sjálfri og því ekki þörf fyrir raflínur frá annarri virkjun eða frá dreifikerfi. Einnig muni útblástur svo sem koltvísýringur og brennisteinsvetni verða endurnýtt og því ekki hleypt út í andrúmsloftið.

Grindavíkurbær og CRI munu sameiginlega hefja samningaviðræður við HS Orku, þar sem tiltekið verður afhending á orku, gufu, vatni ogkoltvísýringi. Unnið verður í sameiningu að því að búa til allt að 100 bein og afleidd störf sem munu þjóna verksmiðjunni með einum eða öðrum hætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×