Innlent

Meirihluti stjórnar BÍ neitaði að skrifa undir reikninga

Á aðalfundindinum stefnir í slag um formannsembættið á milli sitjandi formanns Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur og núverandi framkvæmdastjóra, Hjálmars Jónssonar.
Á aðalfundindinum stefnir í slag um formannsembættið á milli sitjandi formanns Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur og núverandi framkvæmdastjóra, Hjálmars Jónssonar.

Á stjórnarfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í kvöld neitaði meirihluti stjórnarinnar að undirrita ársreikning félagsins. Fjórir stjórnarmenn af sjö neituðu að skrifa undir, þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formaður félagsins, Sólveig Bergmann, Svavar Halldórsson og Elva Björk Sverrisdóttir varaformaður.

Þóra Kristín segir að meirihluti stjórnarinnar hafi ekki fengið upplýsingar úr bókhaldinu sem óskað hafi verið eftir, um launakjör og annað. Hún segist hafa bókað sig frá ábyrgð á fjármálum félagsins fyrr í vetur þegar framkvæmdastjórinn hafi ekki viljað afhenda gögn. Á því hafi ekki orðið nein breyting og þessvegna sjái hún ekki ástæðu til þess að undirrita reikningana.

Reikningarnir hafa verið undirritaðir af endurskoðendum félagsins en þeir verða væntanlega lagðir fram á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn kemur án áritunar hluta stjórnar.

Á aðalfundinum stefnir í slag um formannsembættið á milli sitjandi formanns Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur og núverandi framkvæmdastjóra, Hjálmars Jónssonar.

Svavar Halldórsson er einn þeirra stjórnarmanna sem neituðu að skrifa undir reikninginn. „Stjórnin hefur óskað eftir upplýsingum frá framkvæmdastjóranum um ýmis málefni sem varða rekstur félagsins," segir Svavar og bætir því við að svörin hafi verið „heldur fá og rýr".

„Ég fyrir mitt leyti tel mig ekki geta rækt skyldur mínar sem eftirlitsaðili með rekstrinum fyrir hönd félagsmanna eins og staðan er í dag."

Hjálmar Jónsson framkvæmdastjóri baðst undan að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×