Innlent

Kviknaði í grillinu

Mynd/Stefán Karlsson
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld eftir að tilkynning barst um eld í gasgrilli á svölum í Búðagerði. Varðstjóri segir að húsráðendum hafi tekist að ráða niðurlögum eldsins áður en að slökkvilið kom á staðinn og því var dælubíl snúið við. Óverulegar skemmdir hlutust af eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×