Viðskipti innlent

Betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, er talsvert betri en áætlun gerði ráð fyrir. Hún var jákvæð um rúma þrjá milljarða en áætlun gerði fyrir að hún yrði neikvæð um 1,3 milljarð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu borgarstjóra.

„Viðsnúning m.v. áætlun er einkum að finna í fjármagnsliðnum sem var jákvæður um 2.149 mkr vegna gengishagnaðar. Jafnframt er til að taka að afkoma fyrir fjármagnsliði er mun betri en áætlað var, þ.e jákvæð um 2.327 mkr sem er um 1.260 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Þannig eru tekjur 330 mkr yfir áætlun, en gjöld hins vegar 930 mkr undir.“

Þá segir í tilkynningunni: „Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 855 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 1.546 mkr á tímabilinu. Niðurstaðan er því betri en gert var ráð fyrir, sem nemur 691 mkr. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 1.396 mkr en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 2.426 mkr, eða 1.030 mkr betri en áætlun gerði ráð fyrir.“  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×