Viðskipti innlent

Velta á fasteignamarkaði jókst

Velta á fasteignamarkaði jókst um tæpar 200 milljónir króna í síðustu viku miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef fasteignamats ríkisins. Alls var 31 kaupsamningi vegna fasteigna þinglýst á höfuðborgarsvæðinu en í fyrra var 21 samningi þinglýst. Heildarvelta nam tæpum 730 milljónum króna.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað verulega á síðustu 18 mánuðum og er nú svipuðum slóðum og hún var í ársbyrjun 2007 - eða 309 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×