Viðskipti innlent

Sparisjóður Svarfdælinga uppfyllir skilyrði FME

Sparisjóður Svarfdælu.
Sparisjóður Svarfdælu.

Samningur um fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla við Seðlabanka Íslands hefur verið undirritaður samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Með undirritun samnings við Seðlabanka Íslands þann 21. desember síðastliðinn, og staðfestingu um að öll skilyrði samningsins séu uppfyllt af hálfu Sparisjóðs Svarfdæla, er stórt skref stigið í fjárhagslegri endurskipulagningu sjóðsins að mati forsvarsmanna bankans.

Jafnframt uppfyllir Sparisjóðurinn nú öll skilyrði Fjármálaeftirlitisins samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Tap sjóðsins árið 2008 nam 2,2 milljörðum. Þar af tapaði sjóðurinn um 1800 milljónum vegna hlutar síns í Exista og Sparisjóðabankanum. Á tímabili var bókfært fé sjóðsins 33 milljónir.

Sjóðurinn var í kjölfarið rekinn á undanþágum frá reglum Fjármálaeftirlitsins. Bankinn óskaði eftir aðstoð ríkisins síðasta sumar.

Bankinn er í Dalvík en stofnfjáreigendur eru 150.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×