SA: Snúa verður hallarekstri ríkissjóðs yfir í afgang 16. júní 2010 11:40 Einn meginþátturinn í endurreisn íslensks efnahags er að snúa hallarekstri ríkissjóðs við þannig að afgangur verði á rekstrinum. Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), á morgunverðarfundi SA í morgun þar sem nýtt rit SA um nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera var kynnt. Fjallað er um fundinn á vefsíðu SA. Þar kemur fram að Vilhjálmur sagði fjármál hins opinbera hafa margvísleg áhrif á atvinnulífið og móta starfsskilyrði og samkeppnisstöðu þess. Opinberu fjármálin hafi t.a.m. áhrif á verðbólgu og vexti og þar með á hagvöxt, sköpun starfa og kaupmátt launa. Traust opinber fjármál séu því ein grundvallarforsenda þess að unnt verði að sækja fram til bættra lífskjara. Í kynningu Vilhjálms undirstrikaði hann að svigrúm ríkisstjórnarinnar til skattahækkana á árunum 2009-2011 sé fullnýtt og markmiðum um bætta afkomu ríkissjóðs 2011 verði að ná með gjaldalækkunum. Vilhjálmur sagði jafnframt að hvergi mætti hvika frá markmiðum um jöfnuð í opinberum fjármálum árið 2013 en árlegur hagvöxtur þurfi að vera um 5% eigi það markmið að nást. Vilhjálmur sagði skort á samstöðu í ríkisstjórn seinka viðsnúningi í efnahagslífinu og hagvexti en stjórnvöld og atvinnulíf verði að sameinast um raunverulegar aðgerðir til að örva hagvöxt. Húsfyllir var á morgunverðarfundi SA en yfir 200 manns mættu til fundarins sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík. Auk Vilhjálms Egilssonar fluttu erindi Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og David Croughan frá samtökum atvinnulífsins á Írlandi. Í umræðum tóku þátt Bjarni Benediktsson, alþingismaður, Kirstín Flygenring hagfræðingur, Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður, Steingrímur Ari Arason, forstjóri og Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Fundarstjóri var Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Einn meginþátturinn í endurreisn íslensks efnahags er að snúa hallarekstri ríkissjóðs við þannig að afgangur verði á rekstrinum. Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), á morgunverðarfundi SA í morgun þar sem nýtt rit SA um nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera var kynnt. Fjallað er um fundinn á vefsíðu SA. Þar kemur fram að Vilhjálmur sagði fjármál hins opinbera hafa margvísleg áhrif á atvinnulífið og móta starfsskilyrði og samkeppnisstöðu þess. Opinberu fjármálin hafi t.a.m. áhrif á verðbólgu og vexti og þar með á hagvöxt, sköpun starfa og kaupmátt launa. Traust opinber fjármál séu því ein grundvallarforsenda þess að unnt verði að sækja fram til bættra lífskjara. Í kynningu Vilhjálms undirstrikaði hann að svigrúm ríkisstjórnarinnar til skattahækkana á árunum 2009-2011 sé fullnýtt og markmiðum um bætta afkomu ríkissjóðs 2011 verði að ná með gjaldalækkunum. Vilhjálmur sagði jafnframt að hvergi mætti hvika frá markmiðum um jöfnuð í opinberum fjármálum árið 2013 en árlegur hagvöxtur þurfi að vera um 5% eigi það markmið að nást. Vilhjálmur sagði skort á samstöðu í ríkisstjórn seinka viðsnúningi í efnahagslífinu og hagvexti en stjórnvöld og atvinnulíf verði að sameinast um raunverulegar aðgerðir til að örva hagvöxt. Húsfyllir var á morgunverðarfundi SA en yfir 200 manns mættu til fundarins sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík. Auk Vilhjálms Egilssonar fluttu erindi Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og David Croughan frá samtökum atvinnulífsins á Írlandi. Í umræðum tóku þátt Bjarni Benediktsson, alþingismaður, Kirstín Flygenring hagfræðingur, Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður, Steingrímur Ari Arason, forstjóri og Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Fundarstjóri var Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira