Viðskipti innlent

Verður seld í opnu tilboðsferli

Nýr forstjóri Húsasmiðjunnar hefur víðtæka reynslu í smásölugeiranum.Fréttablaðið/Samsett mynd
Nýr forstjóri Húsasmiðjunnar hefur víðtæka reynslu í smásölugeiranum.Fréttablaðið/Samsett mynd

 Stjórnendum Vestia, eignarhaldsfélagi Landsbankans, var kunnugt um fjölskyldutengsl Sigurðar Arnars Sigurðssonar, nýráðins forstjóra Húsamiðjunnar, við Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóra FL Group, og leituðu ítarlegra upplýsinga um fjárhagsstöðu hans áður en Sigurður var ráðinn til að taka við forstjórastólnum í síðustu viku.

Hannes, sem er bróðursonur Sigurðar, átti um tíma tæpan tuttugu prósenta hlut í Húsasmiðjunni í gegnum félagið Primus. SPV, dótturfélag Byrs, gekk að veðum í félaginu vorið 2008.

Sigurður er reynslubolti í smásölugeiranum en hann vann náið með Jóni Helga Guðmundssyni, eiganda Kaupáss og stofnanda Byko, á árunum 1997 til 2006 og var forstjóri Kaupáss frá 2004. Á sama tíma var Hannes giftur dóttur Jóns.

Áður en Sigurður tók sæti í stjórn Húsasmiðjunnar var hann sjálfstætt starfandi ráðgjafi, meðal annars fyrir matvælafyrirtæki Hannesar í Bretlandi.

Vestia tók Húsasmiðjuna yfir í október í fyrra. Ekki stendur til að selja hana á næstu mánuðum. „Þegar að því kemur verður það gert í samræmi við starfsreglur Vestia um opið tilboðsferli," segir Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri Vestia.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×