Viðskipti innlent

Ríkissjóður kominn með full yfirráð yfir Avens

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.

Seðlabanki Íslands hefur fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands samið um kaup á rösklega tveggja prósenta hluta af útgefnum evruskuldabréfum Avens B.V.

Ríkissjóður verður að loknum þessum viðskiptum eigandi að öllum útgefnum skuldabréfum félagsins í evrum og hefur með því tryggt sér full yfirráð yfir eignum félagsins en á dögunum náðust samningar við Seðlabanka Lúxemborgar og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg um kaup á 98% útistandandi skuldabréfa Avens B.V.

Skuldabréfin voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg en veðsett BCL í tengslum við lausafjárfyrirgreiðslu á árinu 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×