Lífið

Tarantino vill bjarga Lindsay

Tarantino og Lohan ættu eflaust vel saman enda þekkt fyrir að vera mikil ólíkindatól.
Tarantino og Lohan ættu eflaust vel saman enda þekkt fyrir að vera mikil ólíkindatól.
Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino hefur bæst í hóp þeirra sem vilja bjarga Lindsay Lohan frá sjálfstortímingu. Lindsay hefur ekki gert neitt af viti á hvíta tjaldinu undanfarin ár og hefur aðallega verið á forsíðum slúðurblaðanna fyrir taumlaust djamm og villt líferni.

Tarantino hefur hins vegar mikinn hug á að reisa við feril þessarar bandarísku leikkonu sem sló eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni Mean Girls. Heimildarmaður vefsíðunnar Absoulut Noew lætur hafa eftir sér að Lindsay sé leikkona sem Tarantino sé hrifin af. „Það býst enginn við því að Lindsay muni nokkurn tíma leika í alvörumynd hér eftir. En hann hefur hana í huga fyrir hlutverk sem hann álítur að yrði fullkomið fyrir hana,“ hefur vefsíðan eftir leikstjóranum.

Tarantino hefur áður reist gamla og gleymda leikara upp úr öskustónni. Pam Grier hafði varla sést þegar hún fór á kostum í Jackie Brown en þekktasta endurkoman er sennilega þegar Tarantino gróf sjálfan John Travolta upp og gerði hann aftur að stjörnu sem Vincent Vega í Pulp Fiction. Lindsay bregður næst fyrir í kvikmyndinni Machete á móti Jessicu Alba og Robert De Niro.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.