Forsetinn og fjárfesting Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 11. desember 2010 03:00 Ólafur Ragnar Grímsson hefur undanfarið ár verið á við margar ríkisstjórnir í kynningu á málstað Íslands erlendis. Ólafur Ragnar lét nýverið hafa eftir sér í viðtali við The Banker að Íslendingar kæmust af án erlendrar fjárfestingar. Nokkrir spekingar sem einhverra hluta vegna hafa látið kynningarstarf forsetans fara í taugarnar á sér sáu sér leik á borði. Þarna virtist komið kjörið tækifæri til að sýna að forsetinn væri heimóttarlegur og óraunsær. Komið var nýtt tilefni til að koma með yfirlætislegar yfirlýsingar um að við getum nú ekki lokað landinu og farið aftur í torfkofana og allt þetta dæmalausa frasarugl. Hver var boðskapurinn? Í fyrsta lagi voru skilaboðin ekki þau að erlend fjárfesting væri alltaf slæm heldur miklu frekar að Íslendingar gætu bjargað sér sjálfir ef svo bæri undir. Þetta eru æskileg skilaboð vilji menn auka á viðskipti við útlönd enda ekki eftirsótt að eiga viðskipti við þá sem eru á vonarvöl (nema af hálfu þeirra sem vilja nýta sér neyðina). En málið minnir einnig á nokkuð sem oft vill gleymast í umræðu um erlenda fjárfestingu, nefnilega það að hagfræðilega er erlend fjárfesting sama eðlis og erlend lántaka. Meira út en inn Þegar útlendingar kaupa íslensk hlutabréf eða ráðast sjálfir í framkvæmdir hér á landi er ætlunin sú að þeir fái á endanum meira til baka en þeir lögðu fram, þ.e. taki á endanum hærri upphæð út úr hagkerfinu en þeir settu inn í það. -Helst töluvert hærri upphæð því annars hefði viðkomandi einfaldlega lagt peningana inn á öruggan vaxtareikning. Fólki hættir til að ímynda sér að erlend fjárfesting valdi hreinu innstreymi fjármagns í hagkerfið en sú er ekki raunin. Þó geta fylgt kostir Hins vegar er erlend fjárfesting mikilvæg í bland vegna þess að henni fylgir oft sérfræðiþekking og bolmagn til að ráðast í stórar framkvæmdir. Auk þess er stundum skortur á fólki eða fyrirtækjum sem eru til í að leggja fram áhættufé og æskilegt getur verið að deila áhættu með útlendingum. Þegar vel gengur skapast störf í landinu og ríkið fær skatttekjur en fjárfestirinn hirðir hagnaðinn. Það væri til dæmis óskandi að álverin væru í eigu Íslendinga þegar þau skila miklum hagnaði sem streymir út úr landinu til erlendra eigenda. Spurningin er hins vegar sú hvort Íslendingar hafi verið fjárhagslega og tæknilega í stakk búnir til að reisa eigin álver og bera alla áhættuna. Það er hins vegar ekki að ástæðulausu sem við takmörkum erlenda fjárfestingu í grundvallarauðlindum landsins. Þjóðir sem missa yfirráð yfir auðlindum og framleiðsluþáttum sínum til erlendra fjárfesta verða af stórum hluta verðmætasköpunarinnar og verða öðrum háðar. Hvers erum við mengnug nú? Þá komum við aftur að þeirri skoðun forsetans að hér sé nægt fjármagn til uppbyggingar. Það er rétt að ótrúlega mikið íslenskt fjármagn liggur aðgerðalaust á bankareikningum og ávaxtast á kostnað ríkisins, líklega hátt í 2.000 milljarðar. Ef ríkisvaldið skapar þær aðstæður að fólk sjái sér aftur hag í að fjárfesta í stað þess að láta fjármagnið liggja óhreift má skapa mikla atvinnu og verðmæti fyrir þjóðarbúið úr þessum peningum. Í bland væri þó æskilegt að útlendingar með sérþekkingu á ólíkum sviðum sæju sér hag í að fjárfesta hér í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Því miður hefur stefna stjórnvalda hins vegar verið þveröfug. Háir vextir hafa verið greiddir fyrir að halda fjármagni úr umferð, skattar hækkaðir, ýmsir öfugir hvatar innleiddir og útlendingar fældir burt með óstöðugu stjórnarfari. Það er mikil synd því að hér voru á margan hátt að skapast kjöraðstæður fyrir fjárfestingu. Tækifærin og hætturnar Ef við snúum dæminu við getur getur Ísland fljótt orðið að landi tækifæranna. Eins og forsetinn benti óbeint á verðum við þó að muna að erlend fjárfesting er ekki ókeypis peningur. Erlend fjárfesting til að skapa verðmæti er góð en innlend fjárfesting er betri (ef hún gefur sama arð). Hér er allt til reiðu. Það að ætla að skuldsetja ríkið í von um að þannig streymi inn erlent fjármagn, eins og sumir af gagnrýnendum forsetans virðast telja vænlegt, er hins vegar stórhættulegt. Gengdarlaus erlend skuldsetning ríkis um leið og kerfinu er haldið gangandi með erlendri fjárfestingu er uppskriftin að arðrændu þriðjaheimsríki. Þetta er í raun sáraeinfalt. Það á að reka ríki eins og gott bú. Það getur borgað sig að taka lán til að kaupa dráttarvél en við seljum ekki frá okkur mjólkurkýrnar. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að skapa verðmæti og eyða ekki meiru en aflað er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur undanfarið ár verið á við margar ríkisstjórnir í kynningu á málstað Íslands erlendis. Ólafur Ragnar lét nýverið hafa eftir sér í viðtali við The Banker að Íslendingar kæmust af án erlendrar fjárfestingar. Nokkrir spekingar sem einhverra hluta vegna hafa látið kynningarstarf forsetans fara í taugarnar á sér sáu sér leik á borði. Þarna virtist komið kjörið tækifæri til að sýna að forsetinn væri heimóttarlegur og óraunsær. Komið var nýtt tilefni til að koma með yfirlætislegar yfirlýsingar um að við getum nú ekki lokað landinu og farið aftur í torfkofana og allt þetta dæmalausa frasarugl. Hver var boðskapurinn? Í fyrsta lagi voru skilaboðin ekki þau að erlend fjárfesting væri alltaf slæm heldur miklu frekar að Íslendingar gætu bjargað sér sjálfir ef svo bæri undir. Þetta eru æskileg skilaboð vilji menn auka á viðskipti við útlönd enda ekki eftirsótt að eiga viðskipti við þá sem eru á vonarvöl (nema af hálfu þeirra sem vilja nýta sér neyðina). En málið minnir einnig á nokkuð sem oft vill gleymast í umræðu um erlenda fjárfestingu, nefnilega það að hagfræðilega er erlend fjárfesting sama eðlis og erlend lántaka. Meira út en inn Þegar útlendingar kaupa íslensk hlutabréf eða ráðast sjálfir í framkvæmdir hér á landi er ætlunin sú að þeir fái á endanum meira til baka en þeir lögðu fram, þ.e. taki á endanum hærri upphæð út úr hagkerfinu en þeir settu inn í það. -Helst töluvert hærri upphæð því annars hefði viðkomandi einfaldlega lagt peningana inn á öruggan vaxtareikning. Fólki hættir til að ímynda sér að erlend fjárfesting valdi hreinu innstreymi fjármagns í hagkerfið en sú er ekki raunin. Þó geta fylgt kostir Hins vegar er erlend fjárfesting mikilvæg í bland vegna þess að henni fylgir oft sérfræðiþekking og bolmagn til að ráðast í stórar framkvæmdir. Auk þess er stundum skortur á fólki eða fyrirtækjum sem eru til í að leggja fram áhættufé og æskilegt getur verið að deila áhættu með útlendingum. Þegar vel gengur skapast störf í landinu og ríkið fær skatttekjur en fjárfestirinn hirðir hagnaðinn. Það væri til dæmis óskandi að álverin væru í eigu Íslendinga þegar þau skila miklum hagnaði sem streymir út úr landinu til erlendra eigenda. Spurningin er hins vegar sú hvort Íslendingar hafi verið fjárhagslega og tæknilega í stakk búnir til að reisa eigin álver og bera alla áhættuna. Það er hins vegar ekki að ástæðulausu sem við takmörkum erlenda fjárfestingu í grundvallarauðlindum landsins. Þjóðir sem missa yfirráð yfir auðlindum og framleiðsluþáttum sínum til erlendra fjárfesta verða af stórum hluta verðmætasköpunarinnar og verða öðrum háðar. Hvers erum við mengnug nú? Þá komum við aftur að þeirri skoðun forsetans að hér sé nægt fjármagn til uppbyggingar. Það er rétt að ótrúlega mikið íslenskt fjármagn liggur aðgerðalaust á bankareikningum og ávaxtast á kostnað ríkisins, líklega hátt í 2.000 milljarðar. Ef ríkisvaldið skapar þær aðstæður að fólk sjái sér aftur hag í að fjárfesta í stað þess að láta fjármagnið liggja óhreift má skapa mikla atvinnu og verðmæti fyrir þjóðarbúið úr þessum peningum. Í bland væri þó æskilegt að útlendingar með sérþekkingu á ólíkum sviðum sæju sér hag í að fjárfesta hér í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Því miður hefur stefna stjórnvalda hins vegar verið þveröfug. Háir vextir hafa verið greiddir fyrir að halda fjármagni úr umferð, skattar hækkaðir, ýmsir öfugir hvatar innleiddir og útlendingar fældir burt með óstöðugu stjórnarfari. Það er mikil synd því að hér voru á margan hátt að skapast kjöraðstæður fyrir fjárfestingu. Tækifærin og hætturnar Ef við snúum dæminu við getur getur Ísland fljótt orðið að landi tækifæranna. Eins og forsetinn benti óbeint á verðum við þó að muna að erlend fjárfesting er ekki ókeypis peningur. Erlend fjárfesting til að skapa verðmæti er góð en innlend fjárfesting er betri (ef hún gefur sama arð). Hér er allt til reiðu. Það að ætla að skuldsetja ríkið í von um að þannig streymi inn erlent fjármagn, eins og sumir af gagnrýnendum forsetans virðast telja vænlegt, er hins vegar stórhættulegt. Gengdarlaus erlend skuldsetning ríkis um leið og kerfinu er haldið gangandi með erlendri fjárfestingu er uppskriftin að arðrændu þriðjaheimsríki. Þetta er í raun sáraeinfalt. Það á að reka ríki eins og gott bú. Það getur borgað sig að taka lán til að kaupa dráttarvél en við seljum ekki frá okkur mjólkurkýrnar. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að skapa verðmæti og eyða ekki meiru en aflað er.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun