Viðskipti innlent

Hefja áætlunarflug til Glasgow og Stokkhólms á næsta ári

Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Glasgow og Stokkhólms næsta sumar. Fyrirhugað er að fljúga þaðan og frá fleiri borgum í Evrópu og á Norðurlöndunum til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi á leiðinni vestur um haf.

Eins og kunnugt er hefur félagið þegar ákveðið að fljúga til New York allan ársins hring, auk þess sem flogið verður til Boston og Chicago næsta sumar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×