Innlent

21 stofnun með uppsafnaðan halla

Eins og mörg undanfarin ár varð verulegur halli á rekstri Landspítalans á árinu 2009, eða
1,3 ma.kr. Uppsafnaður halli spítalans í árslok nam rúmlega 2,8 ma.kr. eða um 8% af
fjárveitingum. Rekstraráætlun spítalans fyrir árið 2010 gerir ráð fyrir að reksturinn
verði í takt við fjárveitingar samkvæmt fjárlögum og að uppsafnaður halli haldist því
óbreyttur í árslok. Samkvæmt tölum um rekstur fyrstu fjögurra mánaða ársins 2010
virðist áætlunin ætla að ganga eftir. Verði það raunin yrðu það að mati
Ríkisendurskoðunar einhver jákvæðustu tíðindi sem orðið hafa í rekstri A‐hluta
stofnana um langt árabil.
Eins og mörg undanfarin ár varð verulegur halli á rekstri Landspítalans á árinu 2009, eða 1,3 ma.kr. Uppsafnaður halli spítalans í árslok nam rúmlega 2,8 ma.kr. eða um 8% af fjárveitingum. Rekstraráætlun spítalans fyrir árið 2010 gerir ráð fyrir að reksturinn verði í takt við fjárveitingar samkvæmt fjárlögum og að uppsafnaður halli haldist því óbreyttur í árslok. Samkvæmt tölum um rekstur fyrstu fjögurra mánaða ársins 2010 virðist áætlunin ætla að ganga eftir. Verði það raunin yrðu það að mati Ríkisendurskoðunar einhver jákvæðustu tíðindi sem orðið hafa í rekstri A‐hluta stofnana um langt árabil.
Færri stofnanir voru með verulegan uppsafnaðan halla í árslok 2009 en á sama tíma undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga.

Í árslok 2009 var 21 stofnun með uppsafnaðan halla umfram 4% af fjárheimild ársins en undanfarin ár hefur fjöldinn verið á bilinu 50-70. Af þessum stofnunum voru 16 reknar umfram heimildir á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2010. Langflestar þeirra heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneytið, eða 12 og sex undir heilbrigðisráðuneytið. Margar hafa átt við verulegan fjárhagsvanda að stríða um langt árabil.

Ríkisendurskoðun telur áríðandi að tekið verði á rekstrarvanda stofnana í eitt skipti fyrir öll. Dæmi eru um að stofnanir skili ekki rekstraráætlunum til ráðuneytanna á tilsettum tíma. Ríkisendurskoðun telur að í slíkum tilvikum eigi viðkomandi ráðuneyti að láta gera áætlun og leggja fyrir forstöðumann að fylgja henni.

Stofnanirnar sem umræðir eru: Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Tilraunastöð Háskólans að Keldum, Raunvísindastofnun Háskólans, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Námsmatsstofnun, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Flensborgarskóli, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Þjóðskjalasafnið, Listasafn Íslands, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Útlendingastofnun, Landspítalinn, Rjóður - hvíldarheimili fyrir börn, Lyfjastofnun, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsugæslustöðin í Borgarnesi og Heilsugæslustöðin í Ólafsvík.

Náðu góðum tökum á fjármálunum

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga janúar til ágúst 2009, sem birt var í október á síðasta ári var gerð grein fyrir vanda þeirra 16 stofnana sem þá var talið ljóst að yrðu með verulegum halla í árslok 2009. Hins vegar tókst fjórum þeirra að ná endum saman, það er: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Menntaskólanum á Ísafirði, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni og Blindrabókasafni Íslands.

Bæði virðist stjórnendum hafa tekist á að ná góðum tökum á fjármálunum á síðari helmingi ársins og eins var brugðist við vanda stofnananna með auknum fjárveitingum. Þrjár þeirra, þ.e. aðrar en Menntaskólinn á Ísafirði, voru reknar umfram áætlanir á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2010 og því ríkir óvissa um afkomu þeirra á árinu.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×