Saga Nordic Partners öll 25. mars 2010 05:00 Skilanefnd Landsbankans hefur eignast allar eignir Nordic Partners í Eystrasaltsríkjunum. Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. „Lánahagsmunir bankans eru mjög vel tryggðir með veði í öllum eignum,“ segir Friðrik Jóhannsson, sem unnið hefur að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Nordic Partners var hugarfóstur fjármálahagfræðingsins Gísla Þórs Reynissonar, sem stofnaði félagið upp úr kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi í einkavæðingarferli stjórnvalda þar í kringum 1996. Verksmiðjunni var breytt í iðngarða. Þeim fjölgaði í kjölfarið og urðu mest átta. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækjum í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smárekstur hér og í Færeyjum, stofnun einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsihótelið D‘Angleterre. Nordic Partners greiddi 1,1 milljarð danskra króna fyrir hótelin, jafnvirði um tólf milljarða íslenskra króna á þávirði. Þetta var talsvert yfir uppsettu verði. Svipuðu máli mun gegna um fleiri eignir félagsins. Gísli, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrravor, sagði í Fréttablaðinu í lok árs 2007 að virði eignasafns Nordic Partners væri nálægt hundrað milljörðum króna og skuldsetningu lága. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðskiptamódel Nordic Partners hafi verið tætingslegt og rímað illa saman. Landsbankinn virðist ekki hafa litið málið sömu augum, enda nær eini lánardrottinn Nordic Partners. Eftir því sem næst verður komist námu heildarskuldir félagsins níutíu milljörðum króna áður en bankinn tók félagið yfir. Ljóst er að bankinn mun tapa tugum milljarða króna. Skilanefndin segir að haldið verði í eignir þar til markaðsaðstæður batni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gæti liðið hátt í áratugur þar til bankinn sleppir hendinni af félaginu. jonab@frettabladid.is Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. „Lánahagsmunir bankans eru mjög vel tryggðir með veði í öllum eignum,“ segir Friðrik Jóhannsson, sem unnið hefur að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Nordic Partners var hugarfóstur fjármálahagfræðingsins Gísla Þórs Reynissonar, sem stofnaði félagið upp úr kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi í einkavæðingarferli stjórnvalda þar í kringum 1996. Verksmiðjunni var breytt í iðngarða. Þeim fjölgaði í kjölfarið og urðu mest átta. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækjum í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smárekstur hér og í Færeyjum, stofnun einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsihótelið D‘Angleterre. Nordic Partners greiddi 1,1 milljarð danskra króna fyrir hótelin, jafnvirði um tólf milljarða íslenskra króna á þávirði. Þetta var talsvert yfir uppsettu verði. Svipuðu máli mun gegna um fleiri eignir félagsins. Gísli, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrravor, sagði í Fréttablaðinu í lok árs 2007 að virði eignasafns Nordic Partners væri nálægt hundrað milljörðum króna og skuldsetningu lága. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðskiptamódel Nordic Partners hafi verið tætingslegt og rímað illa saman. Landsbankinn virðist ekki hafa litið málið sömu augum, enda nær eini lánardrottinn Nordic Partners. Eftir því sem næst verður komist námu heildarskuldir félagsins níutíu milljörðum króna áður en bankinn tók félagið yfir. Ljóst er að bankinn mun tapa tugum milljarða króna. Skilanefndin segir að haldið verði í eignir þar til markaðsaðstæður batni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gæti liðið hátt í áratugur þar til bankinn sleppir hendinni af félaginu. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira