Erlent

Norskir bændur fækka nautgripum vegna þurrka

Óli Tynes skrifar
Norskir bændur þurfa að fækka nautgripum.
Norskir bændur þurfa að fækka nautgripum.

Vegna mikilla þurrka í suðurhluta Noregs í sumar er fyrirsjáanlegt að bændur verða að slátra miklum fjölda nautgripa þar sem þeir ná ekki nægum heyforða fyrir veturinn.

Norska blaðið Nationen segir að ekki hafi rignt jafn lítið á þessum slóðum í júní síðan mælingar hófust.

Bændur í öðrum fylkjum eru farnir að bjóða hey til sölu. Verð á heyballan um er hinsvegar um fjögur- til áttaþúsund íslenskar krónur og ljóst að margir bændur hafa ekki efni á að kaupa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×