Viðskipti innlent

Mikil ásókn í verbúðirnar við Geirsgötu og á Grandagarði

Alls bárust 61 umsóknir um 5 leigurými í verbúðunum við Geirsgötu og 32 umsóknir um 8 leigurými í verbúðunum við Grandagarð.

Fjallað var um umsóknirnar á fundi stjórnar Faxaflóahafna í morgun. Tillaga um úthlutun verður lögð fram á næsta fundi stjórnarinnar.

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er um að ræða tiltekin rými í verbúðum, bæði á Grandagarði og við Geirsgötu sem auglýst voru til leigu. Stærstu rýmin eru um 100 fm að stærð.

Í skipulagi er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á lóðum verbúðanna og Faxaflóahafnir sf gera ráð fyrir því að í leigurýmunum verði starfsemi sem dragi að fólk og stuðli að fjölbreyttu mannlífi við höfnina.

Töluverð starfsemi er fyrir í verbúðunum. Má þar nefna Sægreifann og Sushismiðjuna við Geirsgötuna og trillukarla við Grandagarð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×