Innlent

Gefur ekkert upp um eignalista Jóns Ásgeirs

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Mynd/GVA
Ekki fæst upp gefið hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hafi skilað inn lista yfir eignir sínar til slitastjórnar Glitnis.

Jón Ásgeir hefur frest til klukkan eitt í dag að íslenskum tíma til þess að skila inn listanum en Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, segir í samtali við fréttastofu að ekkert verðu gefið upp um hvort listanum hafi verið skilað. Ekkert verður heldur látið uppi um innihald listans. Steinunn segist hins vegar gera ráð fyrir því að listinn komi innan tiltekins tíma. Í samtali við fréttastofu fyrir helgi sagði Jón Ásgeir að lögmenn væru að vinna að því að skrifa listann. Þá sagði hann einnig að honum yrði skilað innan þess tíma sem honum var gefinn.

Slitastjórnin hefur stefnt Jóni Ásgeiri og sex öðrum fyrir dómstól í New York og krafist 256 milljarða króna skaðabóta. Telur slitastjórnin að sjömenningarnir hafi tekið fé úr bankanum og nýtt það í þágu sína og fyrirtækja sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×